Það er mikil gjöf að hafa gott innsæi en það eru þrjú stjörnumerki sem hafa besta innsæið af öllum stjörnumerkjunum.

Hér eru stjörnumerkin sem hafa besta innsæið:

Sporðdrekinn – Alltaf skrefinu á undan

Þó að Sporðdrekinn sé alltaf mjög áhugasamur (forvitinn), þá er mjög erfitt að blekkja hann. Þegar Sporðdrekinn horfir í augun á þér er næstum eins og hann horfi inn í sálina þína. Hann eru gangandi lygamælir sem sér um leið ef fólk er falskt í framkomu við hann. Vegna getu hans til að lesa hugsanir og lesa í tilfinningar annarra hleypir hann fólki oft ekki nógu nálægt sér til að særa sig. Sporðdrekinn er mjög góður mannþekkjari og sterkt innsæi hans dregur fram það besta í fólkinu í kring.

Fiskurinn – Alltaf í sambandi við undirmeðvitund sína

Fiskurinn er rosalega næmt stjörnumerki og nemur minnsta titring í kringum sig. Hann er mikill hugsuður með sterkt innsæi, en er einnig með sterka samkennd, er tillitssamur og góðhjartaður. Fiskurinn fylgir hjartanu og á auðvelt með að ná andlegri tengingu við annað fólk. Innsæi hans kemur beint frá hjartanu og hann veit að hann getur alltaf treyst tilfinningum sínum.

Bogmaðurinn – Hefur alltaf rétt fyrir sér

Bogmaðurinn er með mjög sterkt innsæi, en aðeins þegar hann hefur tíma til að hugleiða eða vera einn. Hann tekur ekki alltaf bestu ákvarðanirnar á stundinni, en eftir smá umhugsun eða góðan svefn, er hann líklegur til að taka réttar ákvarðanir. Þrátt fyrir sitt góða innsæi á Bogmaðurinn það til að „leyfa hlutunum að gerast“ en það er bara af því hann er svo frjálslegur að eðlisfari.

Heimildir: Womendailymagazine.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here