30 daga hnébeygjuáskorun

Í byrjun nóvember birtum við 30 daga plankaáskorun sem að sló öll met og margir tóku þátt í.

Núna er komið að nýrri áskorun: 30 daga hnébeygjuáskorun.

Hnébeygjur eru  gríðarlega mikilvægar fyrir styrk og stærð í nær öllum vöðvum, beinum og liðamótum líkamans, sérstaklega í fótum, rassi, mjöðmum, miðju og öxlum. Eins og í öðrum æfingum þarf tæknin að vera rétt til að æfingin skili árangri og koma í veg fyrir meiðsli. Í myndbandinu að neðan sést hvernig gera skal æfinguna og teygja á eftir.

Merktu við dagatalið og byrjaðu strax eftir áramótasteikina eða af hverju að bíða? Byrjaðu strax í dag.
Skoraðu á vini þína að taka þátt líka.

Dagur 1 – 50 hnébeygjur
Dagur  2 – 55 hnébeygjur
Dagur 3 – 60 hnébeygjur
Dagur  4 – HVÍLD
Dagur  5 – 70 hnébeygjur
Dagur 6 – 75 hnébeygjur
Dagur 7 – 80 hnébeygjur
Dagur 8 – HVÍLD
Dagur 9 – 100 hnébeygjur
Dagur 10 – 105 hnébeygjur
Dagur 11 – 110 hnébeygjur
Dagur 12 –HVÍLD
Dagur 13 – 130 hnébeygjur
Dagur 14 – 135 hnébeygjur
Dagur 15 – 140 hnébeygjur
Dagur 16 – HVÍLD
Dagur 17 – 150 hnébeygjur
Dagur 18 – 155 hnébeygjur
Dagur 19 – 160 hnébeygjur
Dagur 20 – HVÍLD
Dagur 21 – 180 hnébeygjur
Dagur 22 – 185 hnébeygjur
Dagur 23 – 190 hnébeygjur
Dagur 24 – HVÍLD
Dagur 25 – 220 hnébeygjur
Dagur 26 – 225 hnébeygjur
Dagur 27 – 230 hnébeygjur
Dagur 28 – HVÍLD
Dagur 29 – 240 hnébeygjur
Dagur 30 – 250 hnébeygjur

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”KXtwK66Rx3I”]

SHARE