30 daga meðferð gegn hrukkum

BIOEFFECT® 30 DAY TREATMENT er ný og öflug 30 daga andlitsmeðferð sem vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar á húðina. Við þekkjum flestar til þessarra vara hér á landi undir nafninu EGF en þær eru seldar undir vörumerkinu Bioeffect á erlendum mörkuðum og er þessi 30 daga meðferð sú virkasta af þessum vörum.

Meðferðin inniheldur 3 mikilvæga frumuvaka,  sem eru náttúrulegar húðinni og stuðla að því að hún endurnýji sig. Með aldrinum minnkar virkni þessara frumuvaka í húðinni og húðin fer að þynnast og hrukkur að myndast.

Bioeffect 30 Day Treatment er borið á, tvisvar á dag í mánuð og hafa rannsóknir sýnt að hrukkur minnka um 34% við notkun meðferðarinnar. Mælt er með því að húðmeðferðin sé svo notuð 1-4 sinnum á ári en það fer eftir ástandi húðarinnar.

Við ætlum, í samstarfi við EGF,  að gefa tveimur heppnum lesendum svona 30 daga meðferð og það eina sem þú þarft að gera er að setja hér fyrir neðan, í athugasemd: „já takk“ og þú kemst í pottinn. Drögum á miðvikudaginn!

BIOEFFECT hefur á skömmum tíma tryggt sér sess sem eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum neytendamarkaði. Þúsundir ánægðra notenda um allan heim lýsa þeim sem húðvörum sem raunverulega virka. Hundruðir greina hafa birst í virtum erlendum tímaritum á borð við Vogue, ELLE, Marie Claire, Harper‘s Baazar o. fl. um einstaka virkni, hreinleika og íslenskan uppruna BIOEFFECT húðvaranna.

 

SHARE