30 hlutir til að gera áður en þú deyrð.

Við höfum öll heyrt um “bucket list”, hlutir sem gott, skemmtilegt og nauðsynlegt er að gera áður en þú deyrð (kick the bucket eins og sagt er á ensku). Margir þeirra innihalda stór verkefni, jafnvel kostnaðarsöm og tímafrek eins og “Ævintýraferð í fjarlægu landi”, “Læra nýtt tungumál” eða “Kaupa draumabílinn”. Þrátt fyrir að öll þessi atriði geti gert líf okkar meira spennandi, þá er ástæðan fyrir þessum atriðum önnur og dýpri.

Það sem að hvetur okkur til að gera okkar lista er eitt sameiginlegt atriði: þörfin að elska og vera elskuð. Þegar við gerum það sem við elskum að gera, gefum við frá okkur ást og hamingja okkar er smitandi.

Shannon Kaiser birti eftirfarandi lista á síðunni Mindbodygreen og ég verð að vera henni sammála um að þessi listi er mun betri og meira fullnægjandi fyrir hamingju okkar en þeir sem innihalda stærri, kostnaðarsamari og adrenalínríkari atriði.

“Þegar ég tékka við atriðin á listanum mínum: fallhlífastökk, synda með höfrungum og svo frv. finn ég fyrir að hafa afrekað einhverju, tilgangi og sjálfstrausti með hverju atriði sem ég lýk við.

Sem fékk mig til að hugsa um þörf okkar til að hafa áhrif og lifa lífinu til fulls. Við viljum öll sama hlutinn: að vera hamingjusöm og lifa frábæru lífi. En hvernig við náum því markmiði er mismunandi milli einstaklinga.

Með það að leiðarljósi að elska lífið til fullnustu, hef ég farið yfir atriðin á á listanum mínum yfir hluti sem að ég vil ljúka við áður en ég dey. Þessi að því er virðast einföldu atriði hafa breytt lífi mínu. Það sem að skiptir máli er ekki hversu langt líf þitt er, heldur hversu vel þú lifir því og þessi 30 atriði geta hjálpað.”

ManAndWomanLookingOutOverMountainsAndSea-850x400

 

30 hlutir til að gera áður en þú deyrð:
1. Hættu að hafa áhyggjur af skuldum.
2. Fyrirgefðu þínum fyrrverandi (öllum).
3. Hættu að reyna að stjórna niðurstöðunni.
4. Horfðu í spegilinn og elskaðu sjálfa/n þig skilyrðislaust.
5. Hættu í vinnunni sem þú þolir ekki.
6. Finndu tilgang þinn og lifðu hann til hins ýtrasta.
7. Fáðu þér gæludýr.
8. Ekki hafa samviskubit yfir (hátíðar) aukakílóunum.
9. Treystu á að allt sé í réttum farvegi.
10. Ferðastu á staðinn sem þig dreymir stöðugt um.
11. Gerðu eitthvað daglega sem hræðir þig.
12. Vertu opin fyrir breytingum.
13. Segðu skilið við fortíðina.
14. Hættu að reyna að breyta fólki.
15. Hættu að leita svara annarsstaðar en hjá þér.
16. Hættu að hugsa um að þú hafir gert eitthvað rangt.
17. Vertu skrítna, klikkaða, fallega þú sjálf/ur.
18.  Fylgdu hjarta þínu.
19. Hættu öllu fyrir ástina.
20. Hafnaðu höfnun.
21. Sjáðu heiminn sem fallegan, öruggan og elskandi stað.
22. Komdu fram við alla sem jafningja.
23. Ekki halda ástfóstri við hluti,
24. Viðurkenndu að ferðalagið er verðlaunin.
25. Vertu jákvæð/ur og bjartsýn/n í erfiðum aðstæðum.
26. Taktu á móti öllum lexíum lífsins.
27. Sjáðu tækifærin í öllum erfiðleikum frekar en að gefast upp.
28. Farðu eftir gildum þínum.
29. Vertu hvetjandi fyrir aðra með þínum gjörðum.
30. Leiktu við lífið.

 

SHARE