4. desember – Jólahlaðborð á veitingastaðnum Haust

Haust er einstakur veitingastaður í Reykjavík og er einn sá flottasti á höfuðborgarsvæðinu að mínu mati. Það sem er svo einstakt við Haust er að þau nota íslensk hráefni í matinn og setja það í nýjan og spennandi búning. Matseldin einkennist af ferskum íslenskum hráefnum í nýjum og spennandi búningi. 

Hönnun staðarins er ekki síður eftirtektarverð og andrúmsloftið einstakt og eftirminnilegt.

Jólahlaðborðið á Haust er algjörlega frábært í alla staði. Það er amerískt þema fyrir jólin og ótrúlega margir réttir í boði. Það er ekki séns að þú finnir ekki eitthvað við þitt hæfi en úrvalið er algjörlega stórkostlegt.

Við ætlum, í samstarfi við Haust, að gefa heppnum lesanda jólahlaðborð fyrir tvo. Það eina sem þú þarft að gera er að merkja, hér fyrir neðan, þann aðila sem þú myndir vilja bjóða með þér á jólahlaðborð og líka við Haust á Facebook. Dregin verður út vinningshafi sem „tikkar í bæði þessi box“.

SHARE