Oreo ostakaka – Þessa verður þú að prófa um helgina!

Hér kemur önnur uppskrift frá Tinnu Björg en hún heldur úti matarblogginu tinnabjorg.comÞar birtir hún allskonar gómsætar uppskriftir bæði af gómsætum kökum og allskonar sætindum og góðar og hollar mataruppskriftir. Við fengum að birta þessa einstaklega girnilegu uppskrift frá Tinnu. Það er tilvalið að prófa þessa um helgina! Þú getur nálgast Facebook síðu Tinnu Bjargar hér ef þú vilt fá allar girnilegu uppskriftirnar á fréttaveituna hjá þér.

Oreo ostakaka
2 pakkar Oreo kex (32 kexkökur)
100 brætt smjör
400 g rjómaostur
3 dl flórsykur
200 ml þeyttur rjómi
4 matarlímsblöð

3 msk rjómi

Myljið 4 Oreo kexkökur gróft og leggið til hliðar.
Malið afganginn af kexinu í matvinnsluvél og hrærið smjörlíki saman við.
Klæðið smelluform að innan með plastfilmu. Þrýstið kexmulningnum í botninn og upp með hliðunum á forminu.
Setjið í kæli.
Þeytið rjómaost og flórsykur saman og blandið þeyttum rjóma varlega saman við. Athugið að rjómaosturinn á að vera við stofuhita.
Leggið matarlímsblöð í vatnsbleyti þar til þau verða mjúk.
Bræðið þau í potti með 3 msk af rjóma og kælið þar til blandan verður volg.
Hellið matarlíminu í mjórri bunu út í rjómaostablönduna og hrærið stöðugt á meðan.
Blandið grófmuldu kexkökunum saman við fyllinguna og smyrjið henni ofan í kexbotninn.
Kælið í ísskáp í 3-4 klst.
SHARE