Njóttu helgarinnar með rjúkandi bolla af mexíkönsku súkkulaði með Dulce de leche.

Vinnuvikunni er lokið, búin/n að fara í búðina og versla mat fyrir helgina og hanga í föstudagsumferðinni í hálftíma.
Hvað er betra en að koma heim, fara í kósígallann, setja góða tónlist á  og dekra við sig með rjúkandi drykk oggóðu súkkulaði?

Mexíkanst heitt súkkulaði með rjóma

115 gr hreint súkkulaði
4 bollar mjólk

2 bollar vanilluís
¾ bolli sykur

1 ½ bolli vatn (má bæta við ½ bolla til að hafa súkkulaðið þynnra)

1 1/2 tsk kanill
3 tsk hrein vanilla (mexíkönsk vanilla ef að hún er til)

Súkkulaðið rifið niður með rifjárni. Mjólk, ís og sykur hitað saman í góðum potti á vægum hita. Þegar blandan fer að hitna (ekki láta hana sjóða), þá er rifna súkkulaðinu þeytt saman við. Kanil, vanilluís og vanillu þeytt saman við. Blandan hituð þar til hún byrjar að sjóða. Borið fram með krydduðum Dulce de leche þeyttum rjóma.

Kryddaður Dulce de leche þeyttur rjómi

1 bolli þeyttur rjómi
1/3 bolli púðursykur

1/4 tsk kanill

1/4 tsk cayennepipar

1/4 tsk rauður pipar

2 tsk súkkulaðibitar
Rjóminn stífþeyttur í stórri skál. Púðursykurinn hrærður varlega saman við þar til rjóminn verður ljós og freyðandi (má notast við hvítan sykur í stað púðursykurs). Kanil og cayennepipar blandað við. Sett yfir heitt kakóið. Rauðum pipar og súkkulaðibitum  stráð yfir.

Mexican-Hot-Chocolate-2-200x300 (1)

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”uMexpFyzb6A”]

SHARE