5. desember – Jóladagatal Hún.is

Nú fer að líða að jólum og þá komumst við á Hún.is í gjafagírinn. Seinustu þrjú ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og ætlum að halda því áfram. Í dag ætlum við að gefa einum heppnum vini okkar gjafabréf á Public House. 

11271002_316683621835199_15151323_n

Public House er á Laugarvegi 24 og er kjörið að skella sér þangað inn og fá sér dýrindis máltíð eftir jólagjafakaupin.

„Allir réttir á Public House Gastropub eru smáréttir, þú parar saman matseðil með þínum réttum en við sjáum um að para bjór og aðra drykki við réttina ef þú ert í stemmingu fyrir það. Við berum síðan réttina á borð fyrir þig í þeirri röð sem þeir eru tilbúnir, við lofum samt að geyma eftirréttina alltaf þangað til síðast,“ segir Eyþór Mar Halldórsson í samtali við Veitingageirinn.is.

11355708_471312766366583_71674104_n

„Þar sem það skiptir miklu máli fyrir okkur að matargestir fari saddir út, finnst okkur rétt að benda á að við mælum með 3-5 réttum á mann fyrir fulla máltíð.

Brunch gerir góða helgi enn betri, það eina sem getur toppað góðan brunch er brunch með smá bubbly. Champagne brunch allar helgar á Public house Gastropub.“

Ef þú vilt eiga kost á því að fá gjafabréfið, þá þarftu bara að skrifa “já takk” hér fyrir neðan og þú ert komin í pottinn. Drögum út í fyrramálið.

SHARE