5 helstu förðunartrendin fyrir haustið

London Fashion Week AW15 bauð upp á skemmtileg förðunartrend sem koma með haustinu. Hér eru fimm trend sem voru áberandi:

Ljómandi húð – Baksviðs snérist allt um skincare, módelin fengu mini húðhreinsun áður en farðinn var settur á, en lituð dagkrem og léttir farðar voru vinsælir. Húðin leit út fyrir að vera með lítinn sem engann farða, ljómandi og frískleg. Á David Koma og Christopher Kane var Nars Pure Radiant Tinted Moisturiser notaður en á Burberry, Burgerry Fresh Glow Luminous Fluid base.

Tip: Mixaðu illuminator í rakakremið eða farðann þinn. Haltu farðarnum léttum og láttu hyljarann sjá um að hylja það sem þarf.

http://hun.moi.is/wp-content/uploads/2015/03/tumblr_nkbxy9ZoWr1qc8yajo1_1280.jpg

 

Rjóðar kinnar og rauðar varir – Frískleg húð var áberandi og rjóðar kinnar allsráðandi. Á Topshop, Preen og Markus Lupfer mátti sjá rauðar og útiteknar kinnar, en Pot Rouge kinnaliturinn frá Bobbi Brown í Chocolate Cherry og Raspberry voru notaðir á módelin fyrir Markus Lupfer. Rauðir varalitir voru áberandi, í allskyns berjalitum, „dúmpuðum“ á varir.

Tip: Notaðu rauðleita kremkinnaliti á kinnar og varir fyrir fríslegt útlit.

 

http://hun.moi.is/wp-content/uploads/2015/03/tsmakeuppics.jpg

Grafískar línur – Allskyns eyelinerar hafa verið vinsælir á tískupöllunum, en ýmsar statement línur sáust í augnförðuninni í London. Sixties eyelinerinn og línur í glóbuslínuna voru vinsælar, en slík trend mátti sjá á bæði Matthew Williamson og House of Holland.

Tip: Slepptu eyelinernum upp við augnháralínuna, settu hann í glóbuslínuna.

 

http://hun.moi.is/wp-content/uploads/2015/03/AW15-FF-0857-JB-Kopie-Kopie2-805x1024.jpg

Minimalist Kohl – Ef þú vilt láta augun líta út fyrir að vera stærri eða bjartari er bannað að nota harða, svarta línu á votlínuna innan í augunum þar sem það lætur augun líta út fyrir að vera minni. Þessi regla var hunsuð í London og kohl linerinn var mikið notaður inn í augu til að gera þau tælandi og öðruvísi. Grunge án þess að vera of messí og smokey án þess að vera blandað. Val Garland notaði Nars Minorque Kohliner á módelin á Erdem.

Tip: Notaðu vatnsheldan svartan eyeliner inní augun og gerðu línuna eins dökka og þú vilt.

 

http://hun.moi.is/wp-content/uploads/2015/03/Erdem-bks-A-RF15-7754.jpg

Glitrandi augnlok – Það var mikið um glossý eða glimmer augnlok. Glossý augnlok mátti sjá á Julian MacDonald og glimmer augnlok á Temperley London, en förðunarfræðingurinn Val Garland sá um sýninguna.

Tip: „Dúmpaðu“ litlum glimmerkornum yfir kremaðan augnskugga, þannig haldast á þau á allt kvöldið.

 

http://hun.moi.is/wp-content/uploads/2015/03/Temperley-Lo-bks-Z-RF15-9288.jpg

 

Fleiri tískugreinar má finna á nude-logo-nytt1-1

SHARE