5 hollar fæðutegundir sem þú ættir alltaf að borða.

1. Goji ber

 Goji ber eru ótrúlega góð, lítil, næringarrík ber sem líta svipað út og rúsínur. Goji ber hafa mikið prótein & innihalda 18 mismunandi aminó sýrur. Þau innihalda sink,járn & kalk svo eitthvað sé nefnt. Goji er eitt af þeirri fæðu sem inniheldur einna mest af andoxunar efnum (2-4 sinnum meira en í bláberjum t.d.) Þau styrkja ónæmiskerfið, verja lifrina & hjálpa í baráttunni við ótímabæra öldrun (það eru andoxunarefnin sem hjálpa til við það)

Hvernig er best að nota þau?
Þú getur t.d. notað þau í salat, í Smoothie, jógúrt eða bara borðað þau ein & sér

2. Cacao
Cacao, eða hreint súkkulaði er sú fæða sem inniheldur mest af andoxunarefnum af allri fæðu á jörðinni. Þetta eru líklega góðar fréttir fyrir þá sem elska súkkulaði. Auðvitað er hreina súkkulaði það hollasta vegna þess að það hefur ekki verið unnið og sykri bætt við. Cacao hefur nóg af andoxunarefnum, magnesíum, járni ofl. Það hefur áhrif á skap þitt & orku, styrkir beinin, styrkir hjartað & er kynörvandi.
3. Hreint hungang
Vörur úr hunangi eru pakkaðar vítamínum og steinefnum. Hreint hunang er ekki einungis ótrúlega gómsætt, heldur einnig ríkt af steinefnum, andoxunarefnum,ensímum ofl. Hunang getur einnig verið notað til að græða sár. Þó að hreint hunang hafi mikið næringargildi er það þó enn sykur svo að innbyrgðið í hófi. Það getur verið frábært til að setja út í te, smoothie & eftirrétti.
4. Kókósolía
Kókóshnetuvörur eru fullar af næringarefnum. Kókóshnetuolía er afar góð fyrir ónæmiskerfið þar sem það inniheldur veirueyðandi,sveppaeyðandi & sýklaeyðandi efni. Einnig örvar hún meltingarkerfið & bætir. Kókóshnetuolía inniheldur yfir 90% hreina fitu sem styður ónæmiskerfið, taugakerfið, húðina & eykur orku. Kókósolían getur einnig verið notuð til að bera á líkamann & er rakagefandi. Þú getur notað kókósolíuna í stað ólívuolíu í matargerð eða bætt teskeið af kókósolíu út í sjeikinn þinn.
 
5. Spirulina
Spirulina inniheldur ýmis steinefni, ensím ofl. Spirulina inniheldur mikið prótein & er pakkað af járni & andoxunarefnum. Spirulina bætir ónæmiskerfið, líkamsstyrk & gefur þér aukna orku yfir daginn. Gott fyrir þá sem eru mikið þreyttir. Þú getur keypt spirulina til dæmis í heilsuhúsinu. Þú getur einnig fengið það í duftformi & bætt því þá í sjeikinn þinn eða sett yfir saladið. Ef þú hefur ekki tekið Spirulina áður er mælt með því að þú byrjir að taka það í litlum skömmtum.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here