5 kostir við það að eiga hund.

Þú ferð með hann út að labba
Hreyfing hefur bæði góð áhrif á hundinn og eigandann. Að fara í göngur með hundinn í morgunsárið mun ekki einungis halda hundinum þínum heilbrigðum heldur er hann líka líklegri til að vera rólegri yfir daginn ef þú þarft að skreppa út úr húsi. Það gæti verið að þú hafir ekki tíma til að fara í ræktina en það hefur verið sannreynt að þeir sem eiga hund fá í raun meiri hreyfingu en þeir sem drösla sér í ræktina. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eiga hund mælast með lægri blóðþrýsting og eru oftast yfir heildina litið heilbrigðari en þeir sem ekki eiga hund.

 

Hann rífur ekki kjaft & tuðar

Sama hvað þú gerir, hundurinn þinn tuðar ekki í þér eða rífur kjaft. Það hlýtur að vera kostur. Hundurinn er því frábær félagi.

Hjálpar gegn þunglyndi 

Það að eiga hund fyrir fólk sem á ekki maka eða börn getur skipt miklu máli. Það er ótrúlega slæmt að vera einmana & það getur aukið líkur á þunglyndi. Fyrir félagsfælið fólk getur það einnig verið sniðugt að eiga hund vegna þess að þegar þú átt hund þarftu að fara með hann út að labba og þar með áttu líklega eftir að rekast á fólk, jafnvel fólk sem á hund & oft myndast samræður og þar með ertu að eignast nýja kunningja.

Góðir fyrir börnin

Hundar eru frábærir til að kenna börnum ábyrgð. Ef barn þarf að fara út að labba með hundinn daglega og þrífa eftir þá þegar þeir eru í garðinum að leika sér, er líklegra að þau fái þá hreyfingu sem þau þurfa. Börnum finnst oftast gaman að fá að leika við hundinn og því er það tilvalið að leyfa barninu að bera ábyrgð á hundinum í smá tíma yfir daginn og fá þá hreyfinguna í leiðinni.

Geta verið frábær þjófavörn

Þú finnur ekki betri þjófavörn en góðan hund. Ég veit það t.d. að hundarnir hjá foreldrum mínum byrja að gelta áður en maður einu sinni reynir að komast inn. Þannig er það gott á nóttunni að geta treyst því að hundurinn gelti ef hann finnur að eitthvað er að.
 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here