Þú vilt ekki halda í þér prumpi eftir að lesa þetta

Næstum allir hafa verið í þeim aðstæðum að geta ekki leyst vind því það er ekki viðeigandi, fólk í kring og það er einfaldlega ekki samfélagslega samþykkt að láta vaða hvar og hvenær sem er. Þannig maður heldur loftinu inni. En rannsóknir hafa sýnt að það er alls ekki gott að halda í sér prumpi of lengi.

Ef þú ákveður að hleypa ekki út loftinu mun eitthvað af því fara út um þarmaveggina og frásogast út í blóðrásina. Þaðan getur það frásogast til lungnanna og svo komið út um munninn.

Finnurðu bragð af prumpi í munninum?

Þú ert ekki að fara að finna bragð af prumpi í munninum. You won’t be able to taste a fart that escapes through your mouth.

Vindgangur samanstendur af inntöku á lofti og gasi sem verður til vegna baktería í ristli úr ómeltum kolvetnum. Loftið lyktar illa vegna niðurbrots ýmissa matvæla, sem verða að ákveðnu gasi, aðallega gasi sem inniheldur súlfat.

Aðrir ókostir þess að halda inni loftinu

Það að gas komi hugsanlega út um munninn á þér er ekki eini ókostur þess að halda inni í þér prumpi.

Uppþemba og rop

Eitt af því sem gerist þegar þú ert að halda inni í þér lofti, er að þú verður uppþembd/ur og með þaninn kviðinn. Ef þú ert uppþembd/ur eru meiri líkur á því að þú sért sífellt ropandi.

Verkir og þroti

Þegar þú ert með mikið loft í þér er það óþægilegt. En ef þú heldur loftinu inni í þér í lengri tíma getur það verið ennþá óþægilegra. Krampi og óþægindi verða enn verri, eftir því sem þú heldur loftinu lengur inni.

Ristilpokar

Ef þú ert að halda í þér prumpi geta farið að myndast ristilpokar í meltingarveginum. Þessir pokar geta orðið sýktir eða bólgnir og það getur valdið meltingarsjúkdómum og öðrum sjúkdómum.

Niðurstaðan

Það að halda inni í þér prumpi getur stundum verið nauðsynlegt vegna aðstæðna en ekki gera of mikið af því. Gas úr meltingunni kemst út á einhvern hátt, jafnvel þó það þurfi að fara út í blóðrásina og sleppa út um munninn á þér.

Heimildir: Healthline

Sjá einnig:

SHARE