5 leiðir til að fá meiri fyllingu í hárið

Ég heyri stelpur oft tala um að þeim finnist þær vera með svo slétt hár og of þunnt og ekkert líf í því. Ég ákvað því að taka saman nokkur ráð sem ég kann við þessu sem uppgjafarhárgreiðslukonan sem ég er.

54bc27e60a3ed_-_runway-hair-trends-loose-long-waves-chanel-clp-rs15-0402-lg

1. Nærðu hárið rétt. Ef þú ert með fíngert hár er best að nota bara spreynæringu sem þú skilur eftir í hárinu. Ef þú hinsvegar ert með grófara hár og notar kremnæringu í sturtunni settu hana bara í endana á hárinu, alls ekki í rótina. Skolið svo næringuna vel úr.

 

2. Í stað þess að vera alltaf að þvo hárið, notaðu þá þurrsjampó á milli þvottanna. Beygðu þig fram þegar þú notar þurrsjampóið og spreyjaðu því í rótina.

blowdry hair

3. Þegar þú ert að blása hárið beindu þá blæstrinum að rótinni. Beygðu þig fram og blástu fyrst í rótina og blástu rótina þurra áður en þú þurrkar endana. Þegar þú reisir þig við sérðu að þú ert með miklu meiri lyftingu.

hairspray spray

4. Ekki nota mikið hársprey, það þyngir hárið. Ef þú notar sprey hafðu þá brúsann langt frá höfðinu og beindu því aðeins að rótinni og hvirflinum.

 

5. Fáðu klippingu sem hentar þínum væntingum til hársins. Klippingin sem þú ert með hefur svo mikið að segja og spjallaðu við klipparann þinn um það sem þú vilt. Oft þarf bara að létta aðeins á hárinu ofan á höfðinu til að það nái að lyfta sér og það getur hvaða klippari sem er gert fyrir þig 🙂

SHARE