5 leiðir til að nota herðatré

Ertu með lítið skápapláss? Eru fötin að renna af herðatrjánum? Kíktu þá á þessi frábæru ráð!

1. Settu teygjur á herðatrén

Ef fötin renna út af herðatrjánum er þetta algjör snilld. Gúmmíteygjur, pípuhreinsarar eða lím úr límbyssu virkar vel til að stoppa það að fötin renni af.

Ráð frá: One Good Thing By Jillee

 

2. Rétta leiðin til að hengja peysu á herðatré

Það er ótrúlega leiðinlegt að fá för eftir herðatré í peysurnar sínar. Það getur líka teygt ótrúlega mikið á peysunni að hengja hana venjulega á herðatré. Þessi leið er mjög góð til að láta peysuna halda laginu og hún endist enn betur.

 

Ráð frá: thekrazycouponlady.com

3. Sparaðu plássið

Ef það er lítið pláss í skápnum þínum er þetta mjög sniðugt ráð fyrir þig. Það er hægt að fá svona plastkeðjur fyrir lítinn pening og spreyja hana í þeim lit sem þú vilt.

 

Ráð frá: brit.co

4. Gosdósarflipinn getur hjálpað

Þú getur notað flipann af gosdós til að festa saman herðatré.

Ráð frá: theshabbycreekcottage.com

 

5. Flott fyrir treflana

Ef þú ert alltaf að leita að treflum um allar skúffur þá er þetta fyrir þig. Þú getur einfaldlega límt hringi úr sturtuhengi við herðatré og þú ert komin með þetta.

 

Ráð frá: irinascutebox.blogspot.com

 

SHARE