5 lykilatriði: Svona vilja konur láta gæla við brjóstin á sér

Konubrjóst eru unaðsleg. Þau eru dýrmæt, viðkvæm í meðförum og ein helsta prýði konunnar. Karlmenn elska þau; lítil og stór, bústin og feimnisleg. Konubrjóst koma í öllum gerðum og stærðum, eru síbreytileg, engin tvö eru eins og þau ber að höndla af virðingu, nærgætni og alúð. 

Svona í alvöru; ef brjóstgælur eiga að bera tilætlaðan árangur þarf ákveðin nærgætni að fylgja. Ófáir karlmenn vita ekkert skemmtilegra en að ganga beint upp að ástkonu sinni og grípa með báðum höndum beint um bæði brjóstin – fyrirvaralaust jafnvel og hressilega. Aðrir kunna þá lúmsku list að koma ástkonu sinni til með stríðnislegum gælum og svo eru þeir karlmenn til sem hafa bara enga hugmynd um hvernig á að snerta konubrjóst.

Fæstar konur kunna að meta að fá stormsveip í fangið sem grípur traustahaldi um bæði brjóst. 

Konur kunna að meta brjóstgælur – þær geta verið unaðslegar, falið í sér lostafullan forleik og leyst unaðshormónin úr læðingi hjá konunni, en mun betra og árangursríkara er jafnvel að standa þétt að baki konunni, læða höndunum fram og taka nærgætnislega um brjóstin á henni þannig. Að ógleymdri dulúðinni sem fylgir; því konan getur ekki séð karlmanninn þegar hann stendur fyrir aftan hana, óráðni faktorinn lætur á sér kræla og forvitnin líka. Það er gaman að stríða.

Aftan frá nálgun karlmannsins getur verið ótrúlega erótísk fyrir konuna, stríðnisleg og ertandi. 

Í heitari löndum er vatn af skornum skammti og mér fannst hún ágæt, sú húmoríska tillaga sem ég rak augu í á ferðalagi mínu um Spán fyrir nokkrum árum – þar sem lagt var til að pör færu alltaf í sturtu saman – svona til að spara vatnið. Þó Ísland sé auðugt af náttúrulindum og vatnið kosti minna en krónu á Fróni, er gaman að fara saman í sturtu – sem getur verið æsandi og skemmtilegur forleikur. Heita vatnið ertir geirvörturnar og brjóstin geta orðið enn móttækilegri og um leið viðkvæmari fyrir gælum.

Sápuborin, sleip og rennblaut brjóst ástkonunnar í sturtunni og léttar gælur. Bingó, strákar!

Það getur líka verið gaman að gæla við brjóstin meðan konan afklæðist; maðurinn afklæðir hana – eða bæði fækka fötum. Undirfatnaður konunnar er oft hennar helsta prýði og þær eru ófáar konurnar sem leggja ekki minna upp úr glæsilegum brjóstahaldara sem rammar brjóstin inn og heldur þeim í formi undir fallegri blússu. Reyndar er ákveðin list fólgin í því að velja falleg undirföt, sem kosta ekki minna en góðar gallabuxur í vandaðri tískuverslun.

Ekki flýta ykkur um of; renndu fingri undir hlírann. Stríddu … neðar … og leiktu við blúnduna. 

Eins og ég sagði hér að ofan; fæstum konum finnst tilfinnanlega æsandi að lenda í krumlugripinu alræmda. Tveimur fálmandi karlannslófum sem grípa um bæði brjóst og hnoða, kreista og ýta. Ekki töff nálgun og síður en svo vænleg til árangurs. Undir réttum kringumstæðum þó getur verið skemmtilegt – að því gefnu að leikur sé í báðum aðilum – að nudda brjóstin með lófanum í hringlaga hreyfingum. Leyfðu konunni samt að vera þáttakandi í brandaranum og mundu að endurtekið hnoð sem dregst á langinn, þó hiti sé kominn í leikinn, getur gert ógagn og dregið úr unaðinum.

Glettni og húmor er undirstaða trausts í kynlífi og það er gaman að leika í rúminu. 

Konubrjóst eru dásamleg, þau eru síbreytileg, viðkvæm og afar næm fyrir snertingu. Engin konubrjóst eru eins. Með réttri nálgun og tækni – gælum og strokum – getur þú hæglega sent konu hálfa leið til himnaríkis – ef þú bara gætir að festunni og kreistir ekki brjóstin um of, heldur meðhöndlar þau af forvitni, stríðnislegri glettni og það í lostafullum forleik.

SHARE