5 ráð til að vekja hrifningu allra sem þú hittir

Nokkur ráð til að fara létt með fyrstu kynni.
Ein spurning: Hefur þú mætt í partí og áttað þig á að þú þekkir næstum engan og um leið orðið frekar vandræðaleg? Ég ætla að gera ráð fyrir að þú hafir kinkað kolli (og við höfum öll verið í þessum sporum). Mannfagnaðir, hvort sem að það er vinnufundur eða afmæli vinar geta verið erfiðir.

first-impression_0

Susan RoAne höfundur bókarinnar How to work a room: The ultimade guide to making lasting connections – in person and online gaf Womenshealth ráð um hvernig hægt væri að gera slíka mannfagnaði meira aðlaðandi og skemmtilegri.  “Á hverjum stað er fólk sem að þig langar að hitta, fólk sem verður samstarfsfélagar þínir til lengri tíma, langtímavinir, jafnvel verður til langtímasamband”, segir RoAne.  Hér eru nokkur ráð til að vekja hrifningu þeirra á þér í hvert eitt og einasta skipti.

Fylgstu með því sem er efst á baugi
Heimavinnan áður en þú mætir í partý. “Vertu vel að þér”, segir RoAne. “Vertu með eitthvað til að tala um”. Atburðir líðandi stundar eru eitthvað til að tala um. Ræddu um hver var í flottasta kjólnum á Golden globe, hvernig Ísland er að standa sig á EM í handbolta og svo frv. (En RoAne leggur til að forðast að tala um stjórnmál):

Vertu fyrst til að brosa og ná augnsambandi
Já þú gætir verið til í að brosa ef að einhver stígur fyrsta skrefið og brosir til þín. En þú munt kynnast mun fleirum ef að þú stígur fyrsta skrefið. “Þegar einhver brosir tilbaka, gefur það þér leyfi til að fara yfir til hans eða hennar”, segir RoAne. Svo finndu einhvern sem að er ekki upptekin/n í samræðum og virðist gefa færi á sér og horfðu á viðkomandi. Ef að viðkomandi veitir þér athygli tilbaka þá er það grænt ljós um að fara og byrja að tala við viðkomandi.

Hafðu kynninguna minnisstæða
RoAne er talsmaður “sjálfskynningar”. Það er 7-9 sekúndna heilsa sem inniheldur nafn þitt, og í stað þess að segja hvað þú vinnur við, ástæðu þess af hverju þú hefur ástríðu fyrir því sem þú gerir. RoAne segir að hún hafi einusinni hitt mann á kaffihúsi og þegar hún spurði hann hvað hann ynni við svaraði hann: “Ég hjálpa ríku fólki að sofa á næturnar”. Svar hans var svo heillandi að hana langaði að spyrja hann að meira. (Það kom í ljós að hann er fjármálaráðgjafi og þau eru vinir enn þann dag í dag). Ef að þú bregst við á sama hátt með því að segja eitthvað skemmtilegt um það sem þú gerir í stað þess að slengja aðeins fram starfsheitinu muntu ná fram betri samræðum.

Ímyndaðu þér að manneskjan sem þú ert að tala við sé sú eina á staðnum
“Það er ekkert sem er jafnmikið mikið turnoff og dónaskapur og að vera að tala við einhvern sem er sífellt að líta í kringum sig til að sjá aðra sem eru á staðnum”, segir RoAne. Þetta virðist einfalt, en þú veist að einhver hefur komið svona fram við þig, þannig að ekki gerast sek um það sama í næstu samræðum. Sama á við um að vera að kíkja á símann sinn í miðjum samræðum.

Segðu frá sjálfri þér.
“Sumir segja að þú eigir að spyrja fólk fullt af spurningum og fá það til að tala um sig sjálf af því að það er þeirra uppáhalds umræðuefni” segir RoAne. Ég ráðlegg hinsvegar fólki að nota ekki þessa aðferð. Ef að það eina sem að þú gerir er að spyrja spurninga verður það leiðigjarnt og fólk heldur að þú sért hnýsin. Þannig að spurðu viðkomandi um hana/hann sjálfa/n og komdu með viðbrögð við svörum þeirra, segir hún, en segðu líka sögur af sjálfri þér. Hafðu það bara á léttu nótunum og fókusaðu á umræðuefni sem fá samræðurnar til að rúlla svo að þú lítir ekki út fyrir að vera upptekin af sjálfri þér. Þú gætir t.d. sagt að þú sért nýbúin að sjá The Wolf of Wall street eða að þú sért nýkomin heim frá fríi í Evrópu. Svo lengi sem að þú gefur viðkomandi tækifæri til að svara því sem þú ert að tala um, þá mun þér ganga vel.

SHARE