Fifty Shades æðið virðist engan endi ætla að taka, hverju sem gagnrýnendur lofa og hvað sem almenningur segir. Möguleikarnir virðast líka óþrjótandi en hér má sjá ótrúlega fallegt svart-hvítt myndband af súludansmey sem virðist svífa á súlunni við sellóundirspil.

Það er sellóleikarinn David Chen sem flytur hér magnaða, klassíska útgáfu af laginu Crazy in Love eftir Beyoncé a sellóhljóðfærið, en útkoman er myrk, dáleiðandi og örlítið hrollvekjandi.

David útsetti sjálfur lagið fyrir sellóið en réði súludansmeyjuna Danaë Montreuil til að krydda myndbandið aðeins meðan hann strauk strengina – og útkoman er mögnuð. Ótrúleg.

Hvern hefði grunað að erótískur súludans og klassískur sellóleikur ættu samleið?

Tengdar greinar:

Beyoncé, Sia og Rolling Stones á lagalista Fifty Shades of Grey

Ellen De Generes í 50 Shades of Grey: „Vona að þeir klippi mig ekki út“

Latex, lífstykki og leður: Pirelli 2015 óður til 50 Grárra Skugga

 

SHARE