6 ára stúlka fæddist í líkama drengs – Er bannað að nota kvennaklósettið í skólanum

Jeremy and Kathryn Mathis gerðu svo sem ekkert með ýmislegt í fari Coy sem var óvanalegt fyrir strák. Hann valdi alltaf bleika teppið og lék sér ekki að bílnum sem hann fékk í jólagjöf.

Vildi láta laga sig
Svo sagði hann þeim að hann vildi bara vera í stelpufötum og var mjög leiður þegar kennarinn sagði honum að standa í strákaröðinni. Hann var farinn að vera dapur og talaði um að hann vildi láta lækni „laga sig“.

Faðir Coys var í sjóhernum og það skipti hann engu þó að drengurinn vildi vera með bleikar slaufur og í kjólum fyrr en hann vildi fara út svona klæddur.  Þegar Mathis hjónin áttuðu sig á því að drengurinn var stelpa í líkama drengs ákváðu þau að aðstoða hann að lifa lífinu sem stúlka. Og Coy fór að blómstra.

Við hefðum getað neytt hana til að vera einhver sem hún var ekki og það hefði valdið henni miklu tilfinningalegu tjóni og við hefðum sennilega misst tengslin við hana, sagði móðir hennar. Hún er hætt að tala um að láta „laga sig“ svo að við erum greinilega á réttri braut.
Fær ekki að fara á stelpuklósettið í skólanum
Þessa dagana er fjölskyldan í máli við skólayfirvöld í Fountain. Coy sem er 6 ára er bannað að fara á stelpuklósettið, hún má fara inn til hjúkrunarkonunnar eða á kennaraklósettið. Foreldrar hennar sætta sig ekki við þetta og segja það bara kalla á athugasemdir og jafnvel einelti.  Klósettið hjá hjúkrunarkonunni er bara fyrir veika krakka og ég er ekki veik, segir Coy .

Skólayfirvöld segjast hugsa málið til lengri tíma. Þegar Coy eldist og þroskast eru allar líkur á að skólasystrum hennar þykir óþægilegt að geta jafnvel séð skólasystur með kynfæri karlmanns. En athafnar fólk sig á klósettinu ekki fyrir luktum dyrum? spyrja foreldrar hennar.

Banna mismunun á fólki
Hér fer ekki saman hljóð og mynd því að í Colorado ríki þar sem þetta er að gerast eru í gildi lög sem banna mismunum gegn fólki sem svona er ástatt fyrir.  Þegar ágreiningur af þessu tagi kemur upp tekst yfirleitt að leiða hann farsællega til lykta.

Sálfræðingar vita ekki hvað veldur því að þetta gerist hjá fólki en þetta “heilkenni” eins og það var kallað þá var árið 1980 sett á  skrá samtaka geðlækna í Bandaríkjunum. Lækna greinir á hvernig hægt er að fást við málin þegar fólk fæðist í röngum líkama en markmiðið ætti alltaf að vera það að hjálpa viðkomandi að líða vel og vera sáttur með sjálfan sig.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here