Ég fer mikið í jóga og hef gert, í og með síðan ég var ófrísk af dóttur minni fyrir alltof mögum árum síðan. Ég byrjaði í meðgöngujóga og heillaðist alveg af þessari hreyfingu og fann fyrir öðruvísi vellíðan sem ég hafði ekki oft fundið fyrir áður, bæði í líkamlega og andlega. Ég er, eftir rúma viku að fara í jógakennaranám og get ekki beðið eftir að fara að kenna jóga. Það verður æðislegt og eitthvað sem ég hef stemmt að alltof lengi en loksins er að koma að þessu.

Það eru til margar tegundir af jóga og ein af þeim allra bestu, að mínu mati, er „hot“ jóga, eða jógatími í heitum sal. Þú gætir heyrt fólk tala um Bikram jóga, sem er vanalega í 41°heitum sal með 40% raka og yfirleitt eru tímarnir um 90 mínútur. Almennt hot jóga er í 27-38° heitum sal.

Það fylgja því ótal kostir að stunda jóga í heitum sal:

1. Eykur liðleika

Þú veist að það, að teygja, eftir að þú hitar vöðvana upp er mun öruggara en að teygja á köldum vöðvum. Það er því nokkuð ljóst að hitinn í jógatímanum mun gera stöðurnar auðveldari og árangursríkari. Hitinn hjálpar þér að komast í dýpri og lengra inn í stöðurnar.

Í rannsókn frá árinu 2013 á Bikram jóga, kom í ljós að þátttakendur í Bikram jóga voru mun liðugri í mjóbaki, öxlum og vöðvum aftan á lærum.

2. Brennir fleiri hitaeiningum

Manneskja sem er um 72 kg, getur brennt um 183 hitaeiningum í klukkustundalöngum jógatíma. Ef þú hefur meiri hita, brennirðu enn fleiri hitaeiningum.

Samkvæmt rannsókn geta karlar brennt allt að 460 hitaeiningum og konur 330 hitaeiningum í 90 mínútna Bikram tíma.

3. Dregur úr stressi

Margir byrja í jóga til að draga úr stressi á náttúrulegan hátt. Í rannsókn frá árinu 2018, kom í ljós að stressaðir, óvirkir einstaklingar höfðu fundið mikinn mun á sér eftir 16 vikna ástundun á Hot jóga.

Þar að auki bætti það heilsutengd lífsgæði þeirra, sem og sjálfstraust og þau fóru að hafa trú á því að þau hefðu stjórn á hegðun sinni og félagslegu umhverfi.

Sjá einnig: 3 jógastöður sem tóna rassinn

4. Dregur úr þunglyndi

Það vita margir að jóga er vel þekkt leið til að hjálpa þér að slaka á og bæta skapið. Samkvæmt þessari rannsókn getur jóga líka dregið úr einkennum þunglyndis. Þar að auki kom það fram í rannsókn frá árinu 2017 að í 23 mismundandi rannsóknum, að jóga gæti verið notað með meðferðum við þunglyndi til að draga úr einkennum.

5. Styrkir hjarta- og æðakerfið

Ef þú stundar jóga í heitum sal, getur það reynt betur á hjarta, lungu og vöðva en ef þú gerir jóga í venjulegum sal. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2014 kom í ljós að einn Hot jógatími gat látið hjarta þitt slá á sama hraða og ef þú værir að ganga rösklega.

Hot jóga eykur líka efnaskiptin og bætir öndun.

6. Lækkar blóðsykursgildið

Þó allar æfingar geti aðstoðað við að brenna og draga úr magni blóðsykurs, er Hot jóga einstaklega gagnlegt fyrir þá sem eiga á hættu að fá sykursýki 2.

SHARE