6 atriði til að fá náttúrulega orku

Drekkur þú orkudrykki til að þrauka daginn? Það er kannski ekki allra hollasti ávani sem hægt er að venja sig á. Það að drekka einn til þrjá orkudrykki á dag getur haft áhrif á hjartslátt og blóðþrýsting, samkvæmt því sem kom fram á fundi American Heart Association í New Orleans árið 2013.

Ef þig langar að fá meiri orku eru hér nokkur ráð til að auka hana. Þessi ráð eru til að fá náttúrlega orku með því að gefa líkamanum efni sem hann nauðsynlega þarf til að vera heilbrigður og orkumikill.

 

  1. Borðaðu morgunmat. Sleppir þú morgunmat? Sá slæmi ávani gæti verið að gera þér illt. Fólk sem borðar trefja- og kolvetnaríkan morgunmat sýnir meiri árverkni en fólk sem ekki borðar hollan og góðan morgunmat.
  2. Drekktu vatn. Frumur líkamans þurfa að vera vel vökvaðar til að líkaminn nái að vinna eðlilega. Byrjaðu daginn á stóru vatnsglasi til að bæta líkamanum upp það vökvatap sem átti sér stað nóttina áður.
  3. Líkamsþjálfun. Þegar fólk er þreytt er kannski það síðasta sem það hugsar um að skella sér á æfingu en það ætti kannski að hugsa það aðeins betur. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að æfingar virka betur gegn þreytu heldur en örvandi efni og blundar.
  4. Drekktu meira vatn. Það er ekki nóg að drekka bara vatn um morguninn. Vertu meðvituð um að drekka vatn yfir allan daginn. Ef þú ert ekki hrifin af því að drekka vatnið bara hreint, er sniðugt að setja sítrónu eða aðra ávexti út í til að bragðbæta.
  5. Prufaðu að fá þér lax í kvöldmat. Lax er ríkur af omega 3 fitusýrum, sem getur gefið mikla orku, aukið blóðflæði, bætt heilsu hjartans og heilastarfsemi.
  6. Gerðu vel við þig og fáðu þér dökkt súkkulaði. Ef þú ert mjög þreytt gæti líkamanum vantað steinefnið járn. Járnið hjálpar við flutning súrefnis um líkamann, sem aftur hjálpar við frumustarfsemi, þar á meðal framleiðslu á rauðum blóðkornum.

 

Pössum líkamann okkar og nærum hann vel. Við fáum bara eitt eintak og því ber að hugsa hvað við innbyrgðum og hvernig við förum með hann!

SHARE