6. desember – Fjölskylduspilið Bezzerwizzer

Það er fátt eins notalegt og að sitja í skammdeginu og spila við sína nánustu. Spilakvöld eru eitthvað sem börnin muna eftir og kunna að meta. Þess vegna ætlum við að gefa heppnum lesanda Fjölskyldu-Bezzerwizzer.

IS2 produktfoto stående RGB

Eins og alþjóð veit sló Bezzerwizzer í gegn þegar hann kom út. Lengi hefur verið beðið með óþreyju eftir nýrri útgáfu af þessu geysivinsæla spili og nú er hún loksins komin!

Hið nýja Bezzerwizzer, eða Fjölskyldu-Bezzerwizzer, er eins og nafnið gefur til kynna fjölskylduvæn útgáfa sem hentar börnum frá 10 ára aldri. Frábær skemmtun fyrir alla unga sem aldna.

Spilið virkar alveg eins og gamli góði Bezzerwizzer; hægt er að nappa spurningaflokkum andstæðinganna með því að ‘Zwappa’, eða stela spurningum þeirra með því að ‘Bezzerwizza.’

Munurinn er aðeins sá að barnungir leikmenn eiga rétt á að heyra 3 svarmöguleika við spurningunni sem þeir mega síðan velja úr. Spilið er því sérstaklega hugsað til að hvetja til spennandi keppni á milli barna og fullorðinna í fjölskyldunni.

bord

Í Fjölskyldu-Bezzerwizzer eru 2.000 spurningar í 16 mismunandi flokkum sem öll fjölskyldan getur skemmt sér yfir.

Hver er mesti Bezzerwizzerinn í þinni fjölskyldu?

Það eina sem þú þarft að gera til að vera með er að skrifa hér fyrir neðan „Bezzerwizzer já takk“

Einnig gleður það okkur óendanlega ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum.

Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá þetta frábæra fjölskylduspil að gjöf.

SHARE