6 leiðir til að minnka þessa blessuðu kviðfitu

Það getur farið óstjórnlega í taugarnar á konum, já og körlum, hvað maginn er lengi að verða sléttur. Það virðist taka ómældan tíma og endalausar æfingar að fá þann árangur sem maður vill og þá er erfitt að halda honum.

Hér eru nokkur ráð sem virka og eru fengin af veraldarvefnum:

1. Sofðu vel

Langvarandi svefnleysi og svefntruflanir valda ruglingi í hormónum og efnaskiptum. Það veldur svo auknu hungri og matarlyst. Margir telja að við brennum fleiri hitaeiningum meðan við erum vakandi en sú er ekki raunin. Það hægir á efnaskiptunum að sofa of lítið.

2. Borðaðu meira prótein

Prótein er eitt af mikilvægustu næringarefnunum þegar þú ert að reyna að léttast. Þegar þú eykur próteinneyslu þína hraðar efnaskiptum þín og hjálpar þér líka að auka vöðvamassa þinn. Líkami þinn brennir fleiri hitaeiningum þegar þú borða prótein, heldur en ef þú borðar fituríkan og kolvetnaríkan mat.

3. Borðaðu mat með Omega-3

Omega-3 fitusýrur verða ekki til að sjálfu sér í líkamanum og þess vegna verður þú að fá þær í gegnum mat eða bætiefni. Fitusýrur hjálpa til við að brjóta niður fitu á sama tíma og þær minnka fitusöfnun líkamans. Samkvæmt National Institute of Health lækkar lýsi blóðsykursmagnið. Ef blóðsykursmagn er hátt framleiðir það insúlín sem gerir fólki erfiðara fyrir að brenna hitaeiningum. Til að fá Omega-3 fitusýrur daglega ættirðu að borða sardínur, lax, lúðu, valhnetur, hörfræ og rósakál.

Sjá einnig: Svona getur kókosolía hjálpað þér að léttast

4. Borðaðu hnetur

Hnetur eru fullar af hollri fitu sem eiga stóran þátt í að léttast. Þær koma jafnvægi á blóðsykurinn og minnka hungurtilfinningu, sem er eitt af lykilatriðunum í að brenna kviðfitu.

5. Borðaðu dökkt súkkulaði

Rannsóknir sýna að ef þú borðar hóflegt magn af dökku súkkulaði, minnkar það líkamsfitu þína. Mundu bara að halda þig við að minnsta kosti 70% súkkulaði.

6. Drekktu grænt te

Grænt tea hraðara efnaskiptunum. Í nýlegri rannsókn kom fram að þeir sem blanda saman drykkju á grænu te og brennsluæfingum í að minnsta kosti 25 mínútur misstu fleiri kíló en þeir sem voru ekki að drekka grænt te.

 

 

SHARE