6 merki um að þú sért að rífast við siðblindan einstakling

Fólk með siðblindu eru félagsleg kameljón. Þau líkja eftir hegðun annarra til að fá það sem þau vilja og virðast oft vera heillandi, saklaus og skemmtileg við þá sem í kringum þau eru.

Þegar siðblindri manneskju er ógnað eða henni leiðist, kemur hennar rétta eðli í ljós. Hún mun draga þig inn í rifrildi sem þú hefur aldrei kynnst áður og þú munt fara í vörn, þrátt fyrir að rótin að vandanum sé oftast eitthvað sem hinn aðilinn gerði.

 

 

Sjá einnig: 7 atriði um siðblindu sem þú vissir ekki

Hér eru 6 merki um að manneskjan sem þú ert að rífast við sé siðblind og þú ættir að taka þau til greina.

1. Lýgur og býr til afsakanir

Siðblindir einstaklingar koma með hverja afsökunina á fætur annarri og standa sjaldnast við loforð. Lygar þeirra eru svo mikil vonbrigði að þegar hann/hún gerir eitthvað sem telst eðlileg mannleg hegðun ertu svakalega þakklát/ur fyrir það.

 

2. Yfirlætisfull/ur og talar niður til þín

Hún/hann mun halda ró sinni og köldu viðmóti til þess að reyna að vera með yfirhöndina. Það mun virka yfirlætislegt og næstum eins og hún/hann sé að hæðast að þér. Hún/hann mun reyna að ýta þér eins langt og hún/hann getur og þegar þú springur mun viðkomandi glotta, virka vonsvikin/n eða segja þér að slaka á.

 

3. Beitir brjálæðislegri hræsni

Siðblindir einstaklingar skammast sín ekkert fyrir að rífast. Þeir lista upp alla sína ókosti en skrifa þá alla á þig. Þeir, vísvitandi, kalla eftir viðbrögðum frá þér svo þú virðist ósanngjörn/gjarn fyrir öðrum utanaðkomandi aðilum.

 

4. Virðist hafa marga persónuleika

Að rífast við siðblinda manneskju er eins og að rífast við fullt af mismunandi fólki. Ef þú dregur þig út úr rifrildinu mun hann/hún nota mismunandi aðferðir til að draga þig inn í rifrildið aftur. Hann/hún mun reyna að smjaðra fyrir þér og draga sig frá og þú munt ekki átta þig á við hvern þú ert eiginlega að rífast.

 

5. Er alltaf fórnarlambið 

Siðblindir einstaklingar kenna alltaf öðrum um sína slæmu hegðun. Jafnvel einhverjum úr fortíðinni sem kom illa fram við þá. Þegar hann/hún hefur svo unnið þig aftur á sitt band, verður þetta bara slæmt aftur.

 

6. Þarf útskýringar á mannlegum tilfinningum

Þú þarft að útskýra fyrir honum/henni einfaldar tilfinningar eins og samkennd og góðmennsku. Þú gerir það til að reyna að láta hann/hana skilja hvers vegna þú ert sár og þá muni hann/hún hætta að særa þig. Sannleikurinn er samt sá að hann/hún hegðar sér svona til þess að særa þig.

Það er aðeins ein leið til að komast hjá svona rifrildum. Þú þarft að aftengjast. Það, að rífast við siðblinda manneskju, mun draga frá þér alla orku, því allir angar rifrildsins eru gerðir til að halla á þig. Það besta sem þú getur gert er að brosa, kinka kolli og halda áfram með þitt líf.

 

SHARE