6 merki um að þú sért haldin kynlífsskömm

Margar ungar stúlkur og konur hafa upplifað það sem í dag er kallað kynlífsskömm. Við erum að heyra þetta orð „skömm“ í allskonar samhengi í dag og þar er, að okkar mati, verið að vinda ofan af hinni margskonar skömm sem alin var upp í okkur af fyrri kynslóðum. Ein ónefnd kona sagði okkur að henni hefði alltaf fundist hún vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hún stundaði kynlíf í fyrsta sinn með manni. Önnur sagði að henni hefði alltaf fundist að hún ætti ekki að njóta kynlífs of mikið því þá væri hún „ekki dama“.

Þegar við sáum þessa grein, 6 Signs of Sexual Shame—and How To Overcome It, urðum við bara að lesa meira. Höfundur greinarinnar skrifar: „Ég hef andað að mér eitruðum skilaboðum varðandi kynlíf allt mitt líf, allt frá því að pabbi „ræddi“ við mig. Hann kom inn í herbergi mitt og sagði að ég ætti ekki að hleypa neinum strák í buxurnar mínar. Svo gekk hann út. Þetta hefur haft áhrif á flest mín kynferðislegu og rómantísku sambönd, allar götur síðan.

„Flest okkar eru með innri skömm, bara vegna þess hvaða þjóðfélagi við ölumst upp í. Við höfum skömm vegna kynlífs, líkama okkar og kynfæra,“ segir kynlífs- og sambandsráðgjafinn Andrew Aaron. Hann segir líka að það sem gerir þessa skömm svo erfiða er að fólk veit ekki að það sé með hana: „Það er ekki talað um þetta.“

Kynlífsskömm er svo falin að margir sjá ekki hvernig hún stendur í vegi fyrir nánd, sjálfstrausti og heilbrigðum samböndum. Skömmin hefur auðvitað áhrif á kynlífið líka og meira að segja sjálfsfróun einstaklings. Þess vegna skiptir svo miklu máli að koma auga á kynlífsskömmina, hugsanirnar, tilfinningarnar og hegðunarmynstrið. Þá fyrst er hægt að takast á við þetta.

1. Óöryggi með sig

„Kynlífsskömm kemur oft út eins og slæm sjálfsvitund,“ segir Megwyn White, kynlífsfræðingur og einn af upphaflegu framleiðendum kynlífstækisins Satisfyer. „Eitt af einkennum kynlífsskammar er að vera ekki í góðum tengslum við sjálfan sig og líkama sinn,“ segir hún jafnframt.

Samkvæmt rannsóknum eru margir einstaklingar, sem skilgreina sig sem konur og eru með minnimáttarkennd vegna útlits kynfæra sinna, geta upplifað sjálfsgagnrýni eftir kynlíf og/eða að vera alltof meðvituð um sig og líkama sinn í kynlífi.

2. Ákveðin líkamsstaða og lág rödd

Kynlífsskömm getur líka komið út í því hvernig við berum okkur. Til dæmis getur manneskja sem er haldin líkamsskömm oft verið með krosslagða handleggi, hokin í herðum og átt erfitt með að horfa í augu fólks eða að halda augnsambandi við rekkjunaut sinn. Skömmin getur líka haft áhrif á röddina, á þann hátt að viðkomandi vill ekki láta heyrast í sér í ástarleikjum og tjáir ekki hvað er gott í kynlífinu og hvað hún vill.

3. Kynferðisleg óvirkni og ófullnægja

Kynferðisleg viðbrögð endurspegla venjulega kynorku (eða örvun) sem á að flæða frjálslega. „Þegar skömm er til staðar er hætt við að kynorkan fái ekki að flæða, sem getur orðið til þess að viðkomandi upplifi ekki örvun, spennu eða fullnægingu,“ segir Aaron. Það þýðir ekki að ef manneskja finni ekki örvun sé það alltaf vegna kynlífsskammar. „Skömmin getur gert sambandið við rekkjunaut erfitt sem vitaskuld hefur áhrif á kynlífið.“

4. Erfiðleikar með nánd og sambönd

„Skömmin er oft tjáð með því að forðast aðstæður eða vera lokaður og með miklar hömlur. Allt þetta eru viðbrögð til þess að halda fjarlægð,“ segir Aaron. Það er þá skömmin sem lætur þig reisa veggi í kringum þig, fjarlægð í sambandi og mörk sem enginn fær að fara yfir. Það er gefið að þetta hefur áhrif ástarsambandið. „Ég hef unnið með fólki sem hefur ekki farið á stefnumót í mörg ár af því það er skíthrætt við að hleypa einhverjum nálægt sér, hvað þá að stunda kynlíf,“ segir Aaron. “

5. Sjá kynlíf sem eitthvað „slæmt“ eða eitthvað sem maður „á ekki að gera“

„Sumir upplifa djúpa eftirsjá og skömm strax eftir kynlíf,“ segir Erica Smith, kynfræðingur. Hún segist hafa unnið með mörgum konum sem hafa keypt sér titrara, með það að markmiði að nota hann, en svo hafi þær hent honum í ruslið eftir að hafa fengið yfirþyrmandi sektarkennd. „Að skammast sín fyrir að stunda sjálfsfróun er mjög eyðileggjandi vegna þess að sem börn, er sjálfsfróun fyrsta leið okkar til að tengjast kynfærum okkar og kynferðislegri ánægju. Þegar sjálfsfróun er bönnuð, læra börn að sjá kynfæri okkar, kynferði og kynferðislega ánægju sem eitthvað skammarlegt,“ segir Aaron.

6. Óþægilegt að tala um kynlíf

Sumir verða taugaveiklaðir finnst ekkert vandræðalegra en að tala um kynlíf en Smith segir það merki um kynlífsskömm. Dæmigerð viðbrögð við skömm eru að fela hana, en það verður til þess að skömmin vex. „Ein besta leiðin til að vinna bug á einhverjum vanda er að viðurkenna að hann sé til staðar,“ segir White og segir að það sé ekkert mál að vinna í skömminni ef manneskjan er tilbúin til þess.

Hvað er til ráða?

Þú hefur allt að græða ef þú losar þig við kynlífsskömmina. „Manneskja getur upplifað margfaldan unað og fullnægingar sem hún hefur aldrei fengið áður, þegar skömmin er farin,“ segir Aaron. Smith talar um að sjálfstraustið muni margfaldast, bæði í einkalífinu og út á við. Fólk getur uppgötvað allskonar kenndir og nýjar víddir í kynlífinu.

Þegar þú ert tilbúin að upræta og sleppa kynlífsskömminni segir Smith að fyrsta skrefið sé að aftengjast skömminni og þeim sem lét þig finna hana í byrjun. Settu mörk. Samtalsmeðferðir, sjálfsást og sjálfsfróun getur hjálpað, sem og lestur á bókum sem fræða þig. Þar má nefna  The Body Keeps the Score by Bessel van der Kolk, Pussy, a Reclamation by Regina Thomashauer, og Sex for One by Betty Dodson.

Hafðu í huga að í byrjun gæti þér fundist skömmin verða meiri, áður en hún fer að lagast. „Þetta er eðlilegur hluti ferlisins og verður að eiga sér stað,“ segir White. „Við viljum ekki búa til „skömm um skömmina“, ef svo má að orði komast. Það þarf ekki að skammast sín fyrir kynlífsskömmina en það eru margar leiðir til að vinna í skömminni og losa sig við hana og það er engin leið betri en önnur.“

Heimildir: www.wellandgood.com

SHARE