7 æfingar fyrir fólk með gigt í höndum

Það er svakalega sárt að vera með gigt og gigt í höndum er alveg sérstaklega óþægileg.

Handaæfingar styrkja vöðvana í kringum liðina. Þess vegna getur hjálpað mjög mikið að gera nokkrar æfingar með höndunum til að minnka eymslin. Hreyfingarnar halda líka liðböndum og sinum sveigjanlegum sem gerir þér mjög gott. Æfingarnar get líka aukið framleiðslu liðvökva sem eykur hreyfileika liðanna.

1. Steyttu hnefann

Þú getur gert þessa æfingu hvar sem er og hvenær sem er.

  1. Byrjaðu á því að halda vinstri höndinni út með alla fingur beina.
  2. Hægt og rólega steyttu hnefann og hafðu þumalinn fyrir utan lófann. Ekk kreista of fast, bara mjúka hreyfingu
  3. Opnaðu lófann aftur.

Endurtekið 10 sinnum á hvorri hönd fyrir sig.

2. Beygja fingur

  1. Byrjaðu eins og áðan, með beina fingur.
  2. Beygðu þumallinn í áttina að miðjum lófa. Haltu í nokkrar sekúndur. Réttu svo úr.
  3. Endurtaktu með alla fingur þessarar handar.
  4. Gerðu það sama á hinni hendinni.

Sjá einnig: 5 einkenni vefjagigtar sem konur þurfa að þekkja

3. Þumal beygja

  1. Byrjaðu með alla fingur beina.
  2. Beygðu þumalinn inn í átt að litla fingri. Ef þú nærð ekki í litla fingur, teygðu þig bara eins og þú nærð.
  3. Haltu í 2 sekúndur og færðu þumalinn til baka.

Endurtaktu 10 sinnum og svo gerir þú það sama á hinni höndinni.

4. Gerðu „O“

  1. Byrjaðu með alla fingur beina. Gerðu svo „O“ með hendinni. Reyndu að loka hringnum alveg.
  2. Haltu í nokkrar sekúndur og réttu svo úr.

Gerðu þetta nokkrum sinnum á dag á hvorri hendi. Ef þú færð verki geturðu létt á þeim með þessari æfingu.

5. Þumall uppí loft

  1. Beindu þumlinum upp og legðu höndina á borð.
  2. Hafðu þumalinn áfram upp og þrýstu fingrunum að lófunum eins og á myndunum hér fyrir ofan.
  3. Haltu svona í nokkrar sekúndur og slakaðu svo.

Endurtaktu 10 sinnum á hvorri hönd.

6. Fingralyfta

Leggðu höndina á borðið og snúðu lófanum niður.

  1. Byrjaðu að lyfta þumlinum. Haltu í nokkrar sekúndur og leggðu hann niður aftur.
  2. Gerðu það sama við alla fingurnar á þessari hönd og endurtaktu svo á hinni hendinni.

Sjá einnig: 6 ráð fyrir þá sem þjást af vefjagigt

7. Úlnliðsteygja

Ekki gleyma úlnliðunum. Þeir geta líka verið sárir og stífir út af gigtinni.

  1. Haltu vinstri handlegg beint út með lófa niður.
  2. Notaðu hægri hönd til að ýta vinstri lófa niður svo þú fáir teygju í úlnlið og handlegg.
  3. Haltu í nokkrar sekúndur og endurtaktu á hægri hönd.

Heimildir: Healthline.com

SHARE