7 ára neytandi skrifar kvörtunarbréf

Charlotte er bara 7 ára, en hún kann samt að láta skoðun sína í ljós og það í bréfi til eins af stærstu leikfangaframleiðendum heims LEGO fyrirtækisins. Vonandi sjá þeir að sér og fara að ráðleggingum Charlotte.

c7ca352c8eacaea6ee9cbfe1d4651efe1ddbd84a59fa96755f2ba1a522c8e3a6

 

Kæra Lego fyrirtæki
Ég heiti Charlotte. Ég er 7 ára og ég elska lego en mér líkar ekki að það er til meira stráka Lego en næstum ekkert stelpu Lego.
Ég fór í búðina í dag og sé Lego í tveimur hillum, stelpu bleikt og stráka blátt. Það eina sem stelpurnar gerðu var að sitja heima, fara á ströndina og versla og þær voru ekki í vinnu, en strákarnir lentu í ævintýrum, unnu, björguðu fólki og voru í vinnu, syntu meira að segja með hákörlum.
Ég vil að þið gerið meira stelpu Lego og látið þær lenda í ævintýrum og hafa gaman ok!?!
Takk fyrir , Charlotte

SHARE