7 ástæður til að borða avókadó daglega

Í einu meðalstóru avókadó eru rúmlega 300 kalóríur og tæplega 30 grömm af fitu. Í rauninni er avókadó meira fita eða olía heldur en nokkurn tíma ávöxtur. Við fyrstu sýn lítur avókadó því ekki út fyrir að vera skynsamlegur kostur fyrir þá sem vilja grennast. En bíðum við. Avókadó inniheldur mikið magn af einómettuðum fitusýrum sem taldar eru gera kraftaverk í að bæta heilsu fólks, þar á meðal lækka kólesteról í blóði, draga úr hungurtilfinningu og minnka magafitu. Þá er avókadó að sjálfsögðu uppfullt af nauðsynlegum vítamínum.

1. Borðaðu eitt avókadó á dag til að draga úr kólesteróli í blóðinu og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum.

2. Matur ríkur af einómettuðum fitusýrum er líklegur til að draga úr fitusöfnun á maga, því hann heldur aftur af fitugeninu í stað þess að espa það upp. Prófaðu að nota avókadóolíu til að steikja upp úr. Hún er enn betri en jómfrúar ólífuolía því hún þolir hærra hitastig.

3. Flestir sem eru í aðhaldi eru duglegir að borða grænmeti, enda er það uppfullt af vítamínum, en inniheldur fáar kalóríur. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að með því að bæta smá fitu í salatið, eins og nokkrum sneiðum af avókadó, þá tekur líkaminn upp allt að fimm sinnum meira karótín.

4. Það er mikil fylling í avókadó og ef það er hluti af hádegismatnum þínum eru minni líkur á því að þú finnir fyrir svengd þegar líða tekur á daginn.

5. Svo virðist að þeir sem borða hálft avókadó á dag séu líklegri til að borða almennt hollari mat en aðrir. Líkamsfita þeirra virðist einnig vera minni en annarra og þeir sem borða reglulega avókadó eru ólíklegri til að þróa með sér efnaskiptasjúkdóma.

6. Avókadó er uppfullt af vítamínum og heldur blóðsykrinum stöðugum. Þá virðist neysla á avókadó draga úr líkunum á að fólk þrói með sér sykursýki tvö.

7. Avókadó er fullkomin orkubomba fyrir ræktina. Svo virðist sem ávöxturinn gefi aukna orku til að takast á við erfiðar æfingar og ef þú bætir avókadó inn í mataræðið þá ættirðu að finna marktækan mun eftir skamman tíma. Það hjálpar líka til að viðhalda brennslunni eftir æfingu.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE