7 hlutir sem þú veist ekki um manninn þinn

Það er ofsalega margt sem við vitum ekki um hitt kynið, það kemur alltaf betur og betur í ljós. Konur og karlar eru rosalega ólík og það er oft sem maður skilur ekki neitt hvað er í gangi í höfðinu á hinu kyninu. Cosmopolitan kom með 7 atriða lista um það sem konur vita ekki um karlmenn.

1. Hann segir vinum sínum mikið um þig og kynlífið ykkar, en hann talar samt um sínar fyrrverandi

Ekki brjálast, þetta skiptir ekki máli. Til að byrja með eru konur miklu verri í því að segja vinkonum sínum frá manninum sem þær eru með. Karlmaður hinsvegar, segir ekki mikið um kærustuna sína, hann vill ekki að vinir sínir séu að sjá hana fyrir sér nakta. Stundum þurfa þeir samt aðeins að monta sig á einhverju kynferðislegu afreki og þá nota þeir frekar einhverja gamla sögu frá sér með einhverri fyrrverandi.

2. Honum finnst besta vinkona þín vera heit…

…og óvinkona þín, og vinkona þín úr vinnunni, og litla systir þín, og….. þú skilur. Það þýðir samt ekki að hann sé að fara að gera neitt í því, eða hefði í raun nokkurn áhuga á að gera eitthvað í því. Þú getur samt verið nokkuð viss um það að ef það er einhver aðlaðandi kona í lífi þínu, eða jafnvel ekki svo aðlaðandi kona, að hann hefur, meðvitað eða ómeðvitað gert sér hugmynd um það hvernig hún lítur út nakin.

3. Hann notar snyrtivörurnar þínar

Hann notar hiklaust rándýra sjampóið þitt í sturtunni, en hann hugsar um það bara sem hársápu. Hann mun einnig stelast í svitalyktareyðinn þinn, andlitskremið og jafnvel augnkremið ef honum finnst hann eitthvað myglaður einhvern morguninn.

4. Það eru margir karlmannlegir hlutir sem hann kann ekki

Hefurðu séð hann skipta um dekk? Eða hengja upp hillu? Eða bara að negla nagla? Það getur verið að hann hafi bara ekki hugmynd um hvernig eigi að gera þetta. Hann fékk engan leiðarvísi að þessum hlutum þegar hann fæddist og hann er örugglega skíthræddur við þann dag þegar þetta allt kemst upp.

5. Hann er óöruggur með þyngd/hæð/vöðvamassa sinn

Strákar geta alveg gert grín að sjálfum sér og bumbunni sinni, hvað hann sé lágvaxinn eða annað slíkt en það þýðir ekki að þeim sé alveg sama hvernig þeir líta út. Inn við beinið eru allir strákar óöruggir með einhvern hluta af sér.

6. Hann fílar myndina Love Actually

Það getur verið að hann kvarti og kveini yfir því að ÞURFA að horfa á þessa mynd en mjög margir karlmenn halda upp á þessa mynd, í laumi.

7. Hann stundar meiri sjálfsfróun en þú heldur

Sama hversu mikið kynlíf hann stundar, þá heldur hann alltaf áfram að stunda sjálfsfróun. Það hefur ekkert með þig að gera, þetta er bara eitthvað sem strákar gera.

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here