7 ráð til karla – Lærum af konunum

Karlmenn geta lært mikið af konum, meira en þá grunar. Þeir þurfa ekki lengur að skammast sín fyrir að sýna á sér mjúku hliðina, þar sem frostpinnar fastir í karlrembunni eru ekki lengur í tísku. Hérna koma nokkur góð ráð fyrir ykkur karlar, sem við getum lært af konum.

1. Þvoðu þér í framan

Þið sem farið ekki sturtu fyrir háttinn er nauðsynlegt að þvo sér vel og vandlega í framan. Konur gera þetta til að hreinsa í burtu make up-ið en þó svo að þið eruð ekki málaðir, er þetta bráðnauðsynlegt. Eftir amstur dagsins myndast fita í andlitinu sem ryk og mengun og önnur drulla festist í. Húðin vinnur á nóttinni í að endurnýja sig og ef hún er grútskítug verður verkið erfiðara og árangurinn eftir því. Rannsóknir sýna að drullan er ekki það eina í andlitinu sem við tökum með okkur á koddann á kvöldin. Við megum ekki gleyma því að við snertum á okkur andlitið allann daginn án þess að gera okkur grein fyrir því. Við erum að dreifa bakteríum um allt andlitið sem hoppa og trítla á koddanum meðan við sofum og berast yfir til rekkjunautsins. Þvoum okkur í framan og munum að það skaðar engan að nota krem og hreinsivörur fyrir herra.

2. Stígðu á baðvigtina!

Konur stíga á baðvigtina á hverjum degi – ekki það skemmtilegasta sem þær gera ef talan hefur hækkað, en þær gera það samt. EN rannsóknir sýna að þær sem hafa yfirsýn yfir þyngd sína og fylgjast með þróuninni á baðvigtinni eru mun líklegri til að missa tvöfalt meira af kg en þeir sem vigta sig sárasjaldan. Konur klæðast á annan máta en karlar og verða því fyrr varar við þyngdaraukningu en karlar. Það vill svo til að mikill fjöldi karlmanna ganga í buxum sem gefa meira eftir og því hringja viðvörunarbjöllurnar síðar hjá körlunum. Þess þyngdar-tapsáhrif við að vigta sig heldur manni upplýstum og staðan á bjórbumbunni sest í undirmeðvitundina og heldur okkur meira á tánnum. Við karlmenn bætum mest á okkur um miðjan líkamann, fáum björgunarhring sem umlykur helstu líffæri líkamans og geta aukakílóin á þessu miðsvæði haft alvarlegar afleiðingar á heilsu karlmanna.

3. Gerlaeyðandi í vasanum

Veski kvenmanna er eins og svarthol, það leynast ótrúlegir hlutir í því. Eitt af því sem flestar konur eru með í svartholinu er gerla- og bakteríueyðandi krem eða spritt. Þegar við erum á ferðinni allann daginn komumst við í snertingu við þúsundir baktería. Handriðið á rúllustigum, takkarnir á hraðbönkum, hurðahúnar og lyklaborð. Allt eru þetta morandi í gerlum og bakteríum, verst er þó ástandið á farsímunum okkar. Til að halda góðri heilsu og gera sitt besta til að losna við sýkingar í augum, flensur og kvef er að nota krem aða spritt sem er með að lágmarki 60% alkahól í. Á sama tíma erum við ekki smitberar, bendi á ráð nr. 1. Það tekur enga stund að bera á hendurnar og þær eru ekki nema sirka 15 sekúndur að þorna, en veikindadögunum fækkar.

4. Borðum trefjar

Konur eru alveg með þetta, þær fá nauðsynlegar trefjar til að mynda í gegnum jógúrt til að eiga betri hægðir, eitthvað sem karlar gleyma alveg að spá í. En trefjar eru góðar fyrir meira en bara hægðirnar, því þær stuðla að þyngdartapi og lækka kólesteról og drega úr risvandamálum, bara fyrir þær sakir er þess virði að drekka nokkrar jógúrt á dag strákar ! Það er mælt með 25 gr. af trefjum á dag sem hægt er að nálgast í fæðu á við hnetur, baunir, hafra, ávexti og grænmeti. Þessi fæða inniheldur einnig efni sem eru góð fyrir hjartað.

5. Hittu vinina – tjáðu þig !

Konur eru miklu duglegri að hittast, í saumaklúbbum, kaffihúsum og eru duglegar að finna ástæðu til að hittast og slúðra yfir hvítvínsglasi. Karlar aftur á móti eru hundlatir hvað þetta varðar. Rannsóknir sýna að karlmenn bíta á jaxlinn og vilja helst ekkert tjá sig um hvernig þeim líður, það er veikleikamerki. En konurnar eru aftur á móti miklu opnari fyrir því að hittast, setjast niður og ræða hlutina til þraula. Í rannsókninni kemur fram að það er streytulosandi að ræða málin og hefur því veruleg áhrif á heilsuna – konurnar kunna þetta og geta í raun sagt að spjallið yfir kaffibollanum sé verulega heilsubætandi. Þá er sagt að þeir sem eiga nána trúnaðarvini sem hægt er að ræða allt við lifa mun lengur en vinafáir. Strákar á kaffihús með ykkur eða opnið ykkur við félagana á golfvellinum.

6. Farðu í bað!

Á meðan konur fara og slaka á í baði hoppa karlar í eina snögga sturtu, sem er ástæðan fyrir því að konan ilmar miklu betur og húðin er silkimjúk. Að leggjast í heitt bað opnar allar svitaholur líkamans og hreinsar vel út úr þeim og skolar út úr líkamanum allskyns eiturefni. Húðin verður fullkomlega hrein og fersk. Lykilatriðið er að nota náttúruleg baðsölt (já já það er stelpulegt) en það getur haft veruleg áhrif á húðina og dregur úr hrukkumyndunum og heldur okkur unglegum. Þá er nauðsynlegt að bera á sig bodylotion til að viðhalda hreinni og frískri húð. Ef þú ert engan veginn baðkarstýpan lokkaðu þá makann með í fjörið og vandamálið er leyst.

7. Mættu í hóptíma í ræktinni

Nei þú þarft ekki að fara í Zumba en það er öllum hollt að taka á því í hópi og svitna vel og rækilega miðað við rannsókn frá Brock háskólans í Canada. Sérstaklega ef þú ert vanur að rífa í lóðin eða fara út að hlaupa svona við og við, er nauðsynlegt að mixa þetta aðeins upp með hotjóga, kickboxing eða öðrum hóptímum sem eru í boði. Þetta hjálpar við vöðvamyndun og ef þú ert ekkert fyrir líkamsræktina byrjaðu þá á að draga vini með þér til að koma þér í gang. Rannsóknir sýna að þegar félagar hvetja hvorn annan og fara saman í ræktina leysir líkaminn tvöfalt meira af góðum boðefna en hjá þeim sem æfa einir.

SHARE