Það sem þessum vitleysingum á Buzzfeed ekki dettur til hugar að gera! Nú er það „vafflið” sem virðist svarið við öllu. ALLT skal „vafflað”! 

Og þær virka! Eða … yfirleitt. Vöfflujárnið var tekið til strangar endurskoðunar á ritstjórn Buzzfeed og kleinuhringir urðu fyrstir fyrir barðinu á sköpunargáfu „erlendu ritstjórnarbrjálæðingana”.

 

Freistar á næstum dónalegan máta, ekki satt? 

anigif_enhanced-8324-1404932661-1

 

 

Að kleinuhringjunum fullkláruðum, var því ekki annað eftir en að teygja hendina eftir kanelbombunum, draga andann djúpt og hita vöfflujárnið – sem virðist tröllríða rannsóknarstörfum erlendra matgæðinga um þessar mundir …

 

Af hverju hefur manni aldrei dottið neitt þessu líkt í hug fyrr? 

 

anigif_enhanced-10995-1404932712-1

 

 

Engin takmörk virðist því sett hvað hægt er að gera með vöfflujárni, örlitlu hugarflugi og takmörkuðu hráefnaúrvali. Ekki einu sinni kjúklinganaggar eru öruggir nærri vöfflujárninu ógurlega og staðföstum rannsóknaraðilum.

 

Gleymdu ekki tómatsósunni! 

anigif_enhanced-11045-1404933045-1

 

 

Já, gott fólk. Með vöfflujárn að vopni í eldhúsinu er fólki augljóslega ýmsar leiðir færar. Þó ber eitt og annað að varast, því ekki er hægt að vaffla allt. Sumar uppskriftirnar hér að neðan eru hreinlega sóðalegar, aðrar hugmyndir ætti að láta fagfólki eftir með öllu og svo eru það þær hugdettur sem … eru svo sjúklega freistandi að við hér á ritstjórn erum þegar farnar að handleika vöfflujárnið sjálfar.

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”bOGBH3A8Bhc”]

SHARE