8 ára stúlka bræðir alla landsmenn

Þetta myndband mun koma þér í svakalegt jólaskap. Hin 8 ára gamla Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir syngur hér með Gospelkór Akureyrar, jólalagið „Ó helga nótt“.

Við sáum þetta fyrst á síðunni Feykir.is og ákváðum að þessu yrði að deila með ykkur.

Ásamt Ragnhildi litlu syngja þau Marína Óska Þórólfsdóttir og Hjalti Jónsson. Í byrjun bræddi þessi litla stúlka mig alveg og svo kom hver röddin á fætur annarri og ég var bara komin með tár í augun og gæsahúð um mig alla.

Þvílík snilld og þvílíkt eyrnakonfekt. Bestu kveðjur norður!

 

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/kristin.halla.96/videos/10207713625055401/”]

SHARE