8 ástæður fyrir því að þú ert sífellt þreytt

Svefnleysi er ekki það eina sem getur gert þig orkulausa. Litlir hlutir sem þú gerir, eða gerir ekki, geta gert þig alveg úrvinda bæði líkamlega og andlega. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þú ert alltaf þreytt, en þetta var tekið saman af sérfræðingum fyrir síðuna Health.com

Þú sleppir æfingu þegar þú ert þreytt

Það að sleppa æfingu, til þess að spara orku, vinnur í raun á móti þér. Í rannsókn sem gerð var í Háskólanum í Georgíu kom það í ljós að heilbrigt fólk sem æfir um það bil þrisvar í viku, varð orkumeira og hressara á aðeins 6 vikum. Reglulegar æfingar auka kraft og þol, eru góð fyrir hjarta- og æðakerfið og auka súrefnisflæði til allra vefja líkamans. Næst þegar þú hugsar að þú sért of þreytt til að fara á æfingu, farðu samt, allavega í smá göngutúr, það mun gera þér gott.

Þú drekkur ekki nóg vatn

„Ef þú ert bara með örlítið vökvatap, þó ekki sé nema 2%, hefur það strax áhrif á orkuna þína,“ segir Amy Goodson sem er næringarfræðingur. „Vökvaskortur hefur áhrif á blóðflæðið, því það gerir blóðið þykkara. Það gerir það að verkum að hjartað slær ekki jafn duglega og vanalega, sem verður til þess að súrefni og næringarefni eru lengur að berast til vöðvanna og líffæra þinna. Oft er talað um að konur eigi að drekka rúmlega 2 lítra af vatni á dag.“

Þú ert ekki að fá nóg járn

Ef þú ert ekki að fá nóg járn geturðu fundið fyrir sleni, pirringi, þróttleysi og þú getur átt erfitt með að einbeita þér. „Þú verður þreytt því það er ekki nægilega mikið súrefni að fara til vöðva og fruma líkamans,“ segir Amy. Borðaðu meira járn í fæðu til að fara ekki að finna fyrir blóðleysi. Borðaðu rautt kjöt, nýrnabaunir, tófú, egg (með rauðunni), grænt grænmeti, hnetur og hnetusmjör. Passaðu bara upp á að borða þá líka fæðutegundir sem innihalda mikið af c-vítamínum en það hjálpar líkama þínum að nota járnið sem best. Ef þig grunar að þú þjáist af járnskorti ættirðu líka að segja heimilislækninum þínum frá því.

Þú ert með fullkomnunaráráttu

Þú ert alltaf að leitast við að vera fullkomin, sem er gjörsamlega ógerlegt. „Þú vinnur lengur og leggur miklu harðar að þér en þörf er á,“ segir Irene S. Levine sem er prófessor í geðlækningum. „Þú setur þér óraunhæf markmið sem erfitt er og jafnvel ómögulegt, er að ná og þú getur aldrei orðið ánægð með sjálfa þig.“ Irene mælir með því að setja þér tímaramma með verkefni, sem þú verður að fara eftir. Með tímanum muntu sjá að allur þessi tími sem þú eyddir í verkefni, var ekki til að bæta verkefnið sjálft.

Sjá einnig: Síþreyta

Þú gerir úlfalda úr mýflugu

Ef þú ert alltaf að gera ráð fyrir að þú verðir rekin úr vinnunni ef yfirmaður þinn kallar á þig á óvæntan fund, eða þú þorir ekki að hjóla á hjólinu þínu því þú ert svo hrædd um að slasa þig, þá ertu áreiðanlega að gera úlfalda úr mýflugu og býst sífellt við hinu versta. „Þessi kvíði hefur lamandi áhrif á þig og gerir þig andlega uppgefna,“ segir Irene. Þegar þú stendur sjálfa þig að því að hugsa svona, dragðu djúpt andan og spyrðu þig í alvöru hversu líklegt það er að allt fari á versta veg. Útivera, hugleiðsla, líkamsrækt og gott spjall við vini þína getur hjálpað þér að takast á við hlutina á raunsæjan hátt.

Þú sleppir morgunmatnum

Maturinn sem þú borðar gefur líkamanum þínum orku og þegar þú vaknar á morgnana verður þú að gefa líkama þínum „bensín“ fyrir daginn, þ.e. að borða morgunmat. Ef þú sleppir því verður þú þróttlaus. „Með því að borða morgunmat kemurðu efnaskiptunum þínum hratt og örugglega í gang fyrir daginn,“ segir Amy Goodson. Hún mælir með því að borða morgunmat sem inniheldur kornmeti og prótein. T.d. gæti góður morgunmatur verið hafragrautur með próteinduftir, 3 korna ristað brauð og fitulitla gríska jógúrt.

Þú lifir á ruslfæði

Matur sem er fullur af sykri og einföldum kolvetnum (eins og sá sem þú færð í boxi eða í bílalúgu) hækkar magn blóðsykur í líkamanum en það er mikilvægt að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Ef blóðsykursmagnið sveiflast mikið veldur það því að manneskjan upplifir orkuleysi í kjölfar þess að borða ruslfæði.

Sjá einnig: Ég er alltaf þreytt, nema á nóttunni

Þú vinnur í fríinu þínu

Þegar þú ert alltaf að skoða tölvupóstinn þinn, jafnvel þegar þú ert í fríi, þá áttu á hættu að brenna út. Til þess að hvílast vel þarftu að leyfa bæði huga þínum og líkama að hvílast. Þegar þú tekur alvöru hvíld kemurðu til baka mun öflugri en fyrir fríið.

Þú færð þér vínglas (eða vínglös) fyrir háttatímann

Það að fá sér einn drykk fyrir svefninn getur hljómað vel fyrir þá sem vilja slaka á áður en farið er upp í rúm, en það getur verið slæmt líka. „Áfengi deyfir mann og hjálpar til við að slaka á,“ segir Allen Towfigh, svefnráðgjafi. „Það gerir það hinsvegar að verkum að þú sefur ekki jafn fast og getur verið að vakna upp á nóttunni.“ Allen mælir með því að fólk hætti að drekka þremur til fjórum tímum fyrir svefn.

 Heimildir: Health.com

SHARE