8 heimaúrræði til að losna við gyllinæð

Gyllinæð er eitthvað sem margar konur þurfa að eiga við á meðgöngu og eftir meðgöngu. Ekki beint að hjálpa sjálfstraustinu. Það eru til allskonar lyf og stílar sem hægt er að fá í apótekinu og svo eru til „home remedies“ eða heimaúrræði eins og við kjósum að kalla það.

1. Nornahesli

Það er hægt að fá þetta til dæmis í Jurtaapótekinu, samkvæmt heimasíðu þeirra, en nornahesli dregur úr sársauka og kláða, sem eru fylgikvillar gyllinæðar.

Nornahesli er náttúrulega bólgueyðandi svo það ætti að draga úr bólgum. Keyptu nornahesli í fljótandi formi og berðu beint á gyllinæðina.

2. Aloe Vera

Aloe Vera gel hefur verið notað í gegnum aldirnar á gyllinæð og önnur húðvandamál. Það hefur bólgueyðandi áhrif og sefar kláðann. Ef þú ætlar að nota Aloe vera gel beint úr plöntunni en ekki úr flösku. Berið beint á gyllinæðina 1-2 á dag.

Sumir eru með ofnæmi fyrir Aloe vera, sérstaklega þeir sem eru með ofnæmi fyrir lauk og hvítlauk. Prófaðu aloe vera fyrst á lítið svæði á framhandlegg þínum og bíddu í 24 til 48 klukkutíma. Ef ekkert gerist er í lagi fyrir þig að nota Aloe vera.

Sjá einnig: Tölum aðeins um gyllinæð

3. Heitt bað með Epsom salti

Heit böð hjálpa til þegar kemur að kláðanum. Samkvæmt Harvard Health er best að taka 20 mínútna böð eftir að þú hefur hægðir. Ef þú bætir svo við Epsom salti virkar það bólgueyðandi.

4. Krem án lyfseðils

Það er hægt að fá krem án lyfseðils í apóteki. Þar má nefna Proctosedyl smyrsli sem hefur verkjastillandi, sýklaeyðandi og kröftuga bólgueyðandi verkun. Það getur líka dregið úr bjúg, miklu blóðflæði og kláða. Annað sem má nefna er Xylocain smyrsli en það inniheldur staðdeyfandi efni og það getur dregið úr sársauka við hægðir. Smyrslið er borið á það svæði við endaþarmsopið sem verkjar í. Ef sársaukinn finnst inni í endaþarminum er smyrslið sett inn fyrir opið úr túbu. 

5. Mjúkar blautþurrkur

Ef þú notar klósettpappír eftir hægðir getur það haft slæm áhrif á gyllinæðina. Blautþurrkur geta virkað enn betur og ekki verra að þær séu sérstakar gyllinæðaþurrkur. Passaðu bara að það sé ekkert alkóhól eða ilmefni í þurrkunum. Það getur gert einkennin verri.

6. Kaldir bakstrar

Settu ís eða annan kaldan bakstur á endaþarmsopið og leyfðu því að vera í 15 mínútur í einu. Fyrir stóra og sársaukafulla gyllinæð virkar þetta einstaklega vel. Ekki setja ís beint á heldur vefðu það inni í klút eða pappírsþurrku. Ekki setja neitt frosið beint á húðina.

Sjá einnig: Húsráð: Fjarlægðu gyllinæðina með eplaediki

7. Hægðalosandi

Samkvæmt National Institute of Diabetes and Digestive and Kidney Diseases, eru trefjar og hæðamýkjandi fæðubótarefni eins og psyllium, sem er á íslensku Husk, frábær til að koma í veg fyrir hægðatregðu. Hægðirnar mýkjast og þú finnur ekki til þegar þú hefur hægðir.

8. Laus fatnaður úr bómull

Skiptu út þröngu fötunum úr polyester fyrir bómullarföt sem anda. Sérstaklega þarna niðri. Hafðu líka svæðið eins þurrt og hreint og þú mögulega getur. Þetta dregur úr einkennum. Forðastu líka að nota þvottaefni með lykt á nærfötin þín.

Heimildir: Healthline.com

SHARE