8 stjörnur sem deila ALLTOF miklu

Það er alltaf óþægilegt að lenda í því að deila of miklu í samtölum við fólk og átta sig ekki á því fyrr en það er orðið of seint. Ég er til dæmis með svoleiðis tilfelli í áskrift og hef oftar en ekki deilt of miklu og um leið, séð eftir því.

Stjörnurnar í Hollywood geta að sjálfsögðu lent í svona eins og við almúginn en þeirra „mistök“ verða fljótt gerð opinber. Hér eru nokkur dæmi um svona skemmtilegheit:

Cameron Diaz: Hún sagði frá því í þætti að hún væri með gott ráð til þess að auðvelda hægðir. Það er að drekka líter af vatni á hverjum morgni. Síðan voru teknar fram nokkrar týpur af gervi hægðum og Cameron þurfti að benda á þann sem væri líkastur hennar hægðum.

Enrique Iglesias: Hann sagði frá því að hann hefði mjög gaman að því að synda nakinn, en hann vildi ekki segja frá því hvar hann framkvæmdi þessa iðju sína. „Það myndi eyðileggja ferilinn minn. Það er ekki mikið að sýna þarna.“ Seinna er hann svo spurðu að því hver er hans versti galli, útlitslega séð og þá svaraði hann „Það er fyrir neðan mitti. Þetta er allt frekar bogið.“

Robin Thicke: Hann sagði frá því að konan hans, Paula Patton, vill stunda kynlíf við tónlistina hans og stundum leikur hún „grúppíuna“ hans líka.

Geri Halliwell: Aðdáandi hennar bað hana um að senda sér tvít á afmælisdaginn og Geri skrifaði: „Til hamingju með daginn! Ekki segja neinum en ég fékk mína fyrstu almennilegu fullnægingu 30 ára gömul.

Matthew McConaughey: Segist ekki hafa notað svitalyktareyði í meira en 2 áratugi.

Nick Cannon: Stundar ekki bara kynlíf við tónlist eiginkonu sinnar, Mariah Carey, heldur segist hann líka stunda sjálfsfróun við tónlist hennar.

George Clooney: Sagði einu sinni frá því að hann hefði fengið sína fyrstu fullnægingu þegar hann var að klifra í reipi þegar hann var 6 eða 7 ára. „Ég fékk ekki fullnægingu en allt annað var til staðar. Ég man að ég hugsaði „guð minn góður, þetta er gott!“ þegar ég hafði klifið upp á topp á reipinu.“

Megan Fox: Segir að það sé ekkert auðvelt að búa með sér þar sem hún gleymir iðulega að sturta niður þegar hún er búin á klósettinu. Hún gleymir því ekki bara heima hjá sér, heldur gleymir hún því líka þegar hún er í heimsókn hjá fólki. Þess má geta að þetta gerist ekki bara þegar hún er að pissa.

 

SHARE