8 vísbendingar um að sambandið þitt sé að verða búið

Það getur verið erfitt að sætta sig við að sambandið sem þú ert í sé ekki að ganga upp. Ef þú ert ekki ánægð með honum og hann ekki með þér þá eru kannski sambandslit eini góði valkosturinn. Það er ekkert vit í því að vera í sambandi sem á sér enga framtíð. Þú getur eytt lífi þínu í mun meira spennandi hluti.

Hér eru nokkrar vísbendingar um að sambandið sé kannski bara að verða búið:

1. Hann hringir ekki lengur

Þegar þið voruð að byrja saman var örugglega nóg um það að þið hringduð í hvort annað og senduð falleg skilaboð. Hann sendi þér rómantísk skilaboð og sýndi þér mikla athygli. Núna er hann of upptekinn til að tala við þig og senda þér skilaboð. Þegar þú hringir hefur hann ekki mikinn tíma til að spjalla og stundum svarar hann ekki einu sinni skilaboðunum frá þér. Það er ágætis vísbending um að áhugi hans á þér hafi minnkað.

2. Þú hefur ekki áhuga á honum

Ef þig langar ekki að eða tíma með kærastanum, finnst hann ekki lengur fyndinn og vilt ekki að hann kyssi þig, ættirðu að enda sambandið. Hann hefur rétt á því að vita sannleikann. Ef þú ert að hugsa um annan mann á meðan þú ert enn í sambandi með honum, þá er þetta búið. Ekki sóa tímanum þínum og ekki hans heldur. Aldrei gleyma að sýna virðingu og heiðarleika.

3. Þið hafið ekkert til að tala um

Mannstu þegar þið voruð að byrja saman. Þá gátuð þið talað saman alla nóttina og það urðu engar vandræðalegar þagnir. Núna hafið þið ekkert að tala um. Þið þrætið meira en þið talið um sambandið, ástina og framtíðina ykkar saman. Ef þú veist ekki hvernig þú átt að tala við maka þinn eða hann getur ekki talað við þig því hann er svo upptekinn þá ætti það að vera viðvörun.

4. Þið farið aldrei neitt saman lengur

Mannstu hvenær þið fóruð seinast eitthvað saman? Ef þú mannst það ekki, er það slæmt merki. Stefnumótakvöld eru mjög mikilvæg í sterkum og heilbrigðum samböndum. Ef maki þinn hættir að koma þér á óvart með rómantískum kvöldverð, gönguferðum og rómatískum ferðum, ættuð þið kannski að spjalla.

5. Hann er alltaf upptekinn

Það geta alveg komið tímabil þar sem maki þinn er mjög upptekinn og þá er allt í lagi að leyfa honum bara að vera í friði. Samt sem áður, ef hann er ALLTAF upptekinn þá er það bara afsökun. Það er auðveldara að segja að maður sé upptekinn frekar en að eyða heilu kvöldi með manneskju sem þú elskar ekki lengur. Fáðu úr því skorið hvort hann sé í raun svona rosalega upptekinn.

6. Hann gleymir öllum sérstökum tilefnum

Ef maki þinn gleymir afmælinu þínu, er það ekki skemmtileg reynsla. Þó þú búist ekki við rándýrum gjöfum og risa blómvönd, þá viltu að hann sýni þér hversu miklu máli þú skiptir hann. Ef hann gleymir sérstökum tilefnum, þ.á.m. afmælinu þínu, þá skiptir þú hann bara ekki nógu miklu máli.

7. Þið getið ekki hætt að rífast

Ekkert samband er fullkomið, en stanslaus rifrildi eru ekki heilbrigð. Það er allt í lagi að rífast einstaka sinnum en þegar það eru orðnar þrætur á hverjum degi þá er þetta örugglega komið gott hjá ykkur. Þið þurfið allavega að fá ykkur einhverja hjálp við að hætta að rífast.

8. Hann talar mikið um kvenkyns vinkonu sína

Ef maki þinn á kvenkyns vini er það alls ekki neitt slæmt. Ef hann tala um þær allan daginn, ætttirðu að afla þér upplýsinga um þessa nýju vinkonu.

 

Stundum eru sambandslit bara lausnin. Ef þú elskar hann en hann elskar þig ekki þá er erfitt að enda sambandið, en því fyrr sem þú gerir það, því betra. Ef þú elskar hann ekki en hann elskar þig, þá viltu væntanlega ekki særa hann. 

 

Heimild: Womanitely

 

Tengdar greinar: 

Hvort ert þú í góðu eða frábæru sambandi?

Kynlíf og sambandsslit: Sannleikurinn svíður oft

7 leiðir til að bæta sambandið þitt í dag

SHARE