Nýja tískuvöruverslunin í Smáralind

Þýska tískuvöruverslunin Comma opnaði með pompi og prakt í Smáralind á fimmtudaginn. Comma er þýsk tískuvöruverslun og hefur verið eitt stærsta tískuvörumerki í Evrópu síðastliðinn áratug með yfir 100 verslanir í 25 löndum, auk þess sem vörumerkið er selt í 2.200 verslunum víðsvegar um heiminn.

2013-05-14 03.30.02

2013-05-14 03.42.01

Margt var um manninn á opnun búðarinnar og var boðið upp á freyðivín og allskyns góðgæti. Fötin í versluninni eru glæsileg og vönduð og á verði sem maður ræður við.

2013-05-14 03.40.16

2013-05-14 03.38.21

2013-05-14 03.33.53

Það var eitthvað svo ferskt við þessa verslun og fatnaðinn þeirra og ótrúlega gaman að koma þarna inn.

2013-05-14 03.35.58

2013-05-14 03.40.35

Í versluninni verður boðið upp á tvær vörulínur: Comma og Comma casual identity. Comma höfðar til nútíma kvenna í starfi eða við sérstök tilefni og brúar bilið á milli vörumerkja á borð við Zara eða Espirit Collection og merkja eins og Boss eða Max Mara. Það má segja að Comma fari milliveginn á milli mainstream og háklassa tískuvöru. Comma casual identity er hins vegar aðeins meira stílað inn á kvenmenn í frístundum með afslappaðra yfirbragði og er meira að brúa bilið á milli vörumerkja á borð við GAP og Tommy Hilfiger.

2013-05-14 03.34.05

2013-05-14 03.35.24

SHARE