9 atriði sem gætu orsakað hrukkumyndun

Að fá hrukkur er náttúrulegur partur af lífinu og því að eldast. Við vitum að við megum búast við því að fá hrukkur á lífsleiðinni, en það eru nokkrir hlutir sem geta orsakað hrukkur sem hafa ekkert með aldur að gera. Margt í okkar daglega vana hefur áhrif og hér koma nokkur atriði sem geta haft mikil áhrif og því er um að gera að kíkja á þetta og taka þessa slæmu ávana út úr sinni daglegu rútínu sem fyrst.

 

Reykingar

Reykingar eru mesti orsakavaldur þegar litið er til öldrun húðarinnar. Samkvæmt húðlækninum Joel Schlessinger eru tilraunir, sem hafa verið gerðar með því að fylgjast með tvíburum þar sem annar reykir en ekki hinn, sem sýna fram á þessa óyggjandi niðurstöðu.

 

Mataræði

Gamla tuggan sem við höfum öll heyrt “þú ert það sem þú borðar” á við rök að styðjast og á það ekki bara við um líkamsþyngd okkar heldur líka um húðina. Ákveðið ferli sem kallað er sykrun húðar á sér stað þegar sykur-mólekúl festast við prótein húðar (þ.á.m. kollagen) sem veldur því að próteinin verða stíf og hreinlega ónýt. Þetta orsakar minni teygjanleika í húðinni, aukinn þrota og fínar línur. Sykur og önnur einföld kolvetni auka einnig bólgur í líkamanum með því að hækka blóðsykurinn upp úr öllu valdi. Við þetta ferli framleiðist ensím sem svo brýtur niður kollagen og elastín þræði húðarinnar sem aftur leiðir til þess að húðin sígur og hrukkast. Ef þetta er ekki ástæða til að minnka neyslu á sykri og öðrum einföldum kolvetnum, hvað er það þá?

 

Víndrykkja

Alkahól hefur þurrkandi áhrif á húðina sem leiðir til þess að daginn eftir er húðin ekki eins fyllt og fersk. Með tímanum missir húðin teygjanleika sinn vegna og mikils rakataps. Þar að auki hefur alkahól mikil neikvæð áhrif á A-vítamín forða okkar, en það er mikilvægt andoxunarefni fyrir húðina og líkamann ásamt því að gegna mikilvægu hlutverki við myndun nýrra fruma. A-vítamín er einnig mjög mikilvægt í myndun kollagens en þegar það vantar minnkar teygjanleiki húðarinnar. Kollagen og elastín halda húðinni fylltri, þéttri og unglegri.

 

Tyggjó

Að tyggja mikið tyggjó myndar hrukkur í kring um munninn ásamt því að geta orsakað fleiri vandamál á munnsvæðinu.

 

Að hreinsa ekki farða af húðinni

Þegar við sofum með farða erum við að bjóða hrukkurnar velkomnar.  Farðinn, mengun og annað sem sest á húðina yfir daginn smýgur inn í húðholurnar og ná þar að brjóta niður kollagen og elastínþræðina. Þetta eykur hraða öldrunar og eftir sitjum við með fínar línur og hrukkur. Hreinsaðu húðina og berðu á þig rakakrem á hverju kvöldi fyrir svefninn.

 

Kropp

Hættu að kroppa í bólur og annað sem þú finnur í andlitinu! Leyfðu húðinni að losa sig við þetta sjálf eða notaðu snyrtivörur sem hannaðar eru fyrir þess konar vandamál. Í hvert skipti sem þú kroppar eða togar í húðina ertu mynda skemmd, ertingu, ör og já, jafnvel hrukkur.

 

Toga húðina til þegar þú farðar þig

Þessi vani býr til hrukkur. Samkvæmt förðunarfræðingnum Donna Kelly á að farða sig eins og samferðafólk okkar kemur til með að sjá okkur. Það þýðir að ekki á að beygla munninn, ekki toga augun til og ekki lyfta augabrúnunum upp að hárlínu. Vera eins eðlilegar og við getum, afslappaðar og hreyfa höfuðið til, gæti ekki verið einfaldara!

 

Sleppa sólarvörn

Öll höfum við margoft heyrt um mikilvægi sólarvarnar en þetta er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikilvæg hún er. Húðlæknar eru núna farnir að ráðleggja notkun á spf 30 sem inniheldur zinc oxide eða titanium dioxide, á hverjum degi sama hvort það sé rigning eða sól. Sólarskemmdir geta verið fljótar að gerast og ekki þarf nema nokkrar mínútur fyrir sólina til að ná að brjóta niður kollagenið okkar sem svo orsakar fínar línur og hrukkur.

 

Svefninn

Þá erum við að tala um koddaverið. Til að forðast það að fá hrukkur af koddaverinu okkar er best að nota silki eða satín koddaver.

 

SHARE