9 góð ráð við andremmu

1. Tannbursta og nota tannþráð

Munnurinn er fullur af bakteríum en það er alltaf hægt að halda þeim í lágmarki með réttri umhirðu. Þó að þú notir munnskol þá er það ekki nóg. Það besta sem þú getur gert er að nota tannþráð daglega og bursta tennurnar. Tannþráðurinn er afar mikilvægur því hann nær óhreinindum sem nást ekki með tannburstanum

2. Hreinsa tunguna vel

dauðar húðfrumur og bakteríur setjast að á tunguna og því er mikilvægt að hreinsa tunguna vel, í leiðinni og þú tannburstar, burstaðu tunguna vel! fyrir utan að það minnkar andremmu er það auðvitað ekki girnilegt þegar fólk er með þykka skán á tungunni.

3. Andfúl á morgnanna? drekktu mikið vatn

Af hverju er andremman meiri á morgnanna? þegar við sofum, framleiðum við minni munnvatn en þegar við erum vakandi (borðandi, drekkandi og talandi). Munnvatn inniheldur súrefni, og súrefni minnkar vöxt og fjölgun baktería. Þegar munnurinn verður þurr verðum við andfúl, því er mikilvægt að drekka mikið vatn til að koma í veg fyrir þetta.

4. Ekki treysta of mikið á tyggjó og mintu

Það að nota tyggjó eða mintu til að reyna að leyna andremmu þinni er bara svipað og að setja á sig ilmvatn eða rakspíra til að fela svitalykt. Á endanum mun lyktin ná í gegn. Mintan og tyggjóið eyðir ekki bakteríunum í munninum á þér og því er mikilvægt ef þú ætlar að nota mintur og tyggjó að tannbursta og nota tannþráð með!

5. Passaðu það sem þú borðar

Við vitum að hvítlaukur og laukur lyktar ekki vel, ef þú ert nýbúin/n að borða hvítlauksristaða humarhala er líklega ekkert góð lykt út úr þér en það er ekki eina fæðan sem getur orsakað andremmu. Til dæmis kjöt, það á það til að festast milli tannanna og valda andremmu. Einnig þurfa þeir sem eru að borða mjög próteinríka fæðu og kolvetnasnautt oft að díla við andremmu, þetta spilar allt inn í

 

6. Hreinsa munninn eftir drykkju

Drykkir eins og kaffi,gosdrykkir og áfengir drykkir geta valdið andremmu og þá er gott að hreinsa munninn vel með vatni.

7. Borðaðu til að lykta vel

Það eru ákveðnar matartegundir sem lykta vel – og með því að borða þær getur þú lyktað vel í næsta sleik.
Til dæmis ávextir sem eru fullir af C-vítamíni eins og melónur, ber, sítrus ávextir eins og appelsínur. Bakteríurnar í munninum eru nefninlega ekkert voðalega hrifnar af C-vítamíni og því er það gott við andremmu. Sellerý, gulrætur og epli er einnig eitthvað sem gott er að narta í.

8. Hættu að reykja

Þetta vitum við öll – lykt út úr reykingamönnum er viðbjóður, það þarf ekki að segja meira um það.

9. Farðu reglulega til tannlæknis.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here