9 hlutir sem munu fá þig til að hætta að naga neglurnar

Það telja það margir vera mjög sakleysislegt að naga neglurnar en það er ekki eins saklaust og það hljómar.

1. Það eru allskonar sýklar undir nöglunum þínum

Sjá einnig: Að naga neglurnar – hættulegt eða bara sóðaskapur?

Það eru næstum tvöfalt meiri sýklar á nöglunum þínum en á fingrunum sjálfum. Neglurnar grípa allskonar skít og rusl og þegar þú nagar neglurnar færðu auðvitað sýklana í munninn á þér.

 

2. Þú ert bókstaflega að sjúga upp í þig og tyggja sýkla

Í tilraun sem var framkvæmd af tyrkneskum vísindamönnum árið 2007 voru 59 aðilar rannsakaðir. Það var athugað hvort það hefði einhver áhrif á sýklasmit í gegnum munn að naga neglurnar.  Það kom í ljós að þeir sem naga neglurnar voru með töluvert meira af sýklum í munni en þeir sem ekki naga neglurnar. Sýklarnir sem verið var að leita eftir eru þeir sem valda niðurgangi og magapestum. 76% þeirra sem nöguðu neglurnar voru með þessa sýkla á meðan það voru að 26,5% þeirra sem ekki nöguðu neglurnar, sem voru með svona sýkla í munni.

 

3. Þetta skemmir tennurnar

 

Það sem þér finnst vera smávægilegur ávani getur skaðað tennur þínar heilmikið. Þegar þú bítur í neglur þínar, skellast tennur þínar ítrekað saman, jafnvel oft á dag. Það veldur því að það kvarnast úr tönnum, koma skemmdir og í verstu tilfellum getur það skemmt tennurnar varanlega.

4. Þú gætir verið að eitra fyrir þér

 

Fyrir þá sem naga neglurnar getur verið mjög varasamt að naga neglur sem eru með naglalakki. Naglalakk er ekki gott til inntöku, „ótrúlegt en satt“. Það getur tekið tíma fyrir eiturefnin að safnast upp í líkamanum þannig að þau fari að skaða þig, en viltu taka þann séns?

5. Þú getur fengið kynsjúkdóma í munninn

 

 

Sjá einnig: Það skiptir máli hvernig þú snyrtir naglaböndin

Þó það sé sjaldgæft hefur það samt gerst að fólk sem nagar neglurnar hefur flutt kynsjúkdómasmit, eins og herpes, í munninn á sér. Þegar þetta hefur gerst er ekki aftur snúið.

 

6. Þetta gerir þig andfúla/nn

 

Samkvæmt skýrslu sem birtist í Journal of Periodontology getur það valdið andremmu að naga neglurnar. Í munni þínum er mikið magn af bakteríum sem eiga að vera þar. Ef þú ert alltaf að bæta bakteríum við frá nöglum þínum kemur það flórunni í uppnám.

7. Það getur farið að grafa í fingrum þínum

 

 

Sjá einnig: Nagar þú neglurnar? Hér eru ráð við því

Þeir sem naga neglurnar, naga mjög oft, eða kroppa í skinnið í kringum neglurnar. Þegar þú gerir þetta ertu í raun að opna sár og fylla það af bakteríum. Þetta getur orðið til þess að það fari að grafa í sárinu sem verður til þess að þú þarft að fara á pensilín til að stoppa sýkinguna

 

8. Þú ert að opinbera óöryggi þitt

Það naga margir neglurnar þegar þeir finna fyrir stressi, kvíða og jafnvel skömm. Hvort sem þetta er ástæðan fyrir því að þú nagar neglurnar, þá er þetta samt sú mynd sem þú gefur af þér. Þetta lítur ekki vel út og mun ekki hjálpa þér í samskiptum við aðra.

9. Neglurnar þínar geta endað svona:

 

 

SHARE