9 hlutir sem þú græðir á ferðalögum

Það er ekki bara gaman að ferðast heldur getur ávinningurinn af ferðalögum verið mikill, sérstaklega fyrir andlega heilsu.

 

Fleiri vinir
Það er alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki, sérstaklega frá ólíkum menningarheimum sem hefur aðra sýn á lífið en við sjálf. Kosturinn við að eiga vini um allan heim er sá að þá hefðurðu svo marga að heimsækja og getur jafnvel haft húsaskipti ef stemning er fyrir því.
Gáfur aukast
Því meira sem þú sérð af heiminum skilurðu betur hvernig hann virkar. Þú lærir eitthvað nýtt á hverjum stað, verður víðsýnni og opnari fyrir nýjum tækifærum.
Betri sögur
Það er fátt leiðinlegra en að vera staddur í veisla og þekkja engan. Enn verra er að finnast maður ekki hafa neitt að segja. En eftir því sem þú ferðast meira hefurðu meira að segja og það verður auðveldara að brjóta ísinn með skemmtilegum sögum.
Fordómar minnka
Við erum gjörn á að hafa fordóma fyrir því sem við þekkjum ekki. Og oft erum við búin ákveða að eitthvað sé svona og hinsegin án þess að hafa af því reynslu. Með því að ferðast til ólíkra landa og kynnast mismunandi menningarheimum eyðum ósjálfrátt þessum fordómum okkar.
Lærir að lifa í núinu
Að ferðast gefur þér fullkomið tækifæri til að lifa í núinu. Þú þarft ekkert að hugsa um fortíðina eða hafa áhyggjur af framtíðinni. Njóttu þess að gera það sem þig langar akkúrat þegar þig langar.
Framandi matur
Ekki vera feimin/n við að smakka framandi mat á ferðalögum. Það er nefnilega eitt það skemmtilegasta við að ferðast, að leyfa bragðlaukunum að njóta líka. Það getur líka verið sniðugt að safna að sér uppskriftum frá innfæddum til að geta töfrað fram þegar heim er komið.
Aukin hamingja
Ýmislegt bendir til þess að þeir sem ferðast mikið séu hamingjusamari en aðrir. Það er vegna þess að þú ert sífellt að ögra þér og læra nýja hluti.
Ný tungumál
Þú lærir kannski ekki langar setningar í nýju tungumáli á stuttu ferðalagi, en styttri frasa má leggja á minnið. Það er alltaf gaman að slá um sig með nokkrum orðum á framandi tungumálum og innfæddir kunna að meta viðleitni þína til að læra.
Meira sjálfstraust
Það getur verið ógnvekjandi að ferðast einn til framandi landa, en þú aðlagast mjög fljótt, sérstaklega ef þú ert opin/n fyrir því að kynnast nýju fólki og menningu. Smátt og smátt fyllist þú sjálfstrausti sem enginn getur tekið af þér.

 

Heimildir: Fréttatíminn

 

SHARE