9 húsráð sem virka

1. Leggðu rúsínur í bleyti í gin við liðbólgum 

Ekki hafa áhyggjur, þú finnur ekki fyrir alkóhólinu í rúsínunum. Gin er búið til úr einiberjum sem hefur bólgueyðandi áhrif og vínber eru full af vítamínum.

2. Ferskari andadráttur með sellerí

Slepptu tyggigúmmíinu og fáðu þér bita af sellerí í staðinn. Trefjaríkir bitarnir hjálpa til við að hvítta tennur og bæta meltingu.

3. Safi úr sítrónu við eyrnaverk 

Bleyttu bómullarhnoðra eða eyrnapinna í hreinum sítrónusafa og strjúktu innan úr eyranu. Þetta drepur bakteríur og kemur jafnvægi á pH gildið.

4. Drektu netlute til að styrkja hárið 

Gerðu þér netlute sem inniheldur silica sem styrkir hárið. Þú verður þó að fara varlega því of mikið silica getur skaðað nýrun þín.

5. Sætar kartöflur gegn tíðahvörfum

Ógleði og flug/bílveiki veldur því að munnvatnsframleiðsla eykst. Ólífur innihalda tannín sem hjálpar til við að þurrka upp á þér munninn og minnka þannig ógleðina.

7. Notaðu matarsóda til að vinna á blöðrubólgu

Settu teskeið af matarsóda út í glas af vatni. Þetta gerir sýrustigið í blöðrunni basískara og þá er erfiðara fyrir bakteríurnar að fjölga sér.

8. Borðaðu apríkósur til að bæta meltinguna

Finnst þér þú útþanin/n eftir stóra máltíð? Slepptu kökunni og fáðu þér apríkósur í staðinn. Þær innihalda það kalíum og trefjar sem þú þarft á að halda til að bæta meltinguna.

9. Límband á vörturnar

Ef þú setur svona límband á vörturnar virkar það eins og töfrar. Límbandið kæfir vírusinn í vörtunni og það ætti bara að taka nokkra daga að drepa vörtuna.

 

 

SHARE