Þvagfærasýking er sýking sem kemur í þvagblöðruna og getur farið upp í nýrun. Einkennin eru sársauki við þvaglát, tíð þvaglát og í sumum tilfellum hita, gruggugt þvag og þvagið verður skrýtið á litinn. Þessi sýking er algengari hjá konum því þvagrásin er styttri en hjá körlum og þess vegna eiga bakteríurnar auðveldara aðgengi að blöðrunni.

 

Hér eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir þvagfærasýkingu.

 

1. Þurrkaðu framan frá og aftur á bak

How to prevent UTIs

Það er mjög mikilvægt að skeina sig rétt til að varna bakteríum frá því að komast í þvagrásina. Þurrkaðu aftan frá, þ.e.a.s. frá kynfærum og aftur. Ekki að framan og upp. Þá er hætta á því að sýklar frá endaþarmi endi í þvagrásinni.

 

2. Forðastu kvennavörur sem erta

How to prevent UTIs

Það eru margar vörur sem konur nota sem eru geta verið ertandi fyrir þetta svæði. Þetta eru vörur eins og þurrkur, púður og ilmir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef konur nota of margar tegundir af svona vörum eru viðkvæmari fyrir þvagfærasýkingum.

 

 

3. Drekktu vatn og farðu oft á salernið

 

How to prevent UTIs

 

Það er mjög mikilvægt að drekka alltaf mikið vatn, hvort sem þú sért gjörn á að fá sýkingar eða ekki. Mælt er með því að drekka að minnsta kosti 2 lítra af vatni á dag.

Því meira sem þú drekkur af vatni því tærara verður þvagið. Þú pissar oftar og bakteríurnar skolast fljjótt út og þvagrásin er hreinni.

 

4. Hugsaðu vel um mjóbakið

How to prevent UTIs

Það kann að hljóma ótrúlegt en álag á mjóbakið getur haft áhrif á taugar í bakinu sem tengjast þvagrásinu. Farðu því vel með bakið þitt og ekki ganga allt of mikið í háum hælum því þeir setja álag á mjóbakið.

Gerðu styrktaræfingar sem styrkja bakið og kviðvöðvana og það mun vinna þér í hag.

 

 

5. Skiptu oft um tíðatappa

How to prevent UTIs

Best er að skipta um tíðatappa á um 4- 6 tíma fresti. Því lengur sem tíðatappinn er í því lengur frá bakteríur og eiturefni að vera í leggöngunum sem auka þar af leiðandi mikið hættu á sýkingu í þvagfærum.

 

 

6. Forðastu að fá harðlífi

How to prevent UTIs

Harðlífi eykur líkurnar á þvagværasýkingu samkvæmt National Health Service. Ef þú ert með harðlífi, safnast hægðir fyrir í þörmum sem valda því að þrýstingur  myndast á þvagblöðruna.

Það sem hægt er að gera til að fá síður harðlífi er að borða vel af trefjum, nota hægðamýkjandi efni og drekka mikið af vatni.

 

 

7. Drekktu trönuberjasafa

How to prevent UTIs

Margir læknar og kvensjúkdómalæknar mæla með því að drekka trönuberjasafa til að koma í veg fyrir þvagfærasýkingar og blöðrubólgur.
Það eru efni í trönuberjasafa sem koma í veg fyrir að bakteríur nái að stoppa nógu lengi í blöðrunni til að valda sýkingu.

 

 

8. Pissaðu fyrir og eftir kynlíf

How to prevent UTIs

Við það að stunda kynlíf geta “smitast” bakteríur frá endaþarmi að leggöngum og geta valdið þvagfærasýkingum samkvæmt WebMD.

 

 

9. Ekki vera í of þröngum buxum

How to prevent UTIs

Forðastu að vera í mjög þröngum buxum og eins er best að vera í nærbuxum úr bómull. Bómullin andar best og heldur kynfærum þínum þurrum. Nælon, til dæmis, heldur raka á þessu svæði sem eru kjöraðstæður fyrir bakteríur til að lifa í.

 Heimildir: LittleThings.com

SHARE