Á í erfiðleikum með að verða ólétt en hefur ekki misst vonina

Ofurfyrirsætan Tyra Banks sem flestir kannast við úr þáttunum America´s Next Top Model hefur reynt ítrekað án árangurs að verða ólétt með aðstoð tækninnar.

Sjá einnig: Sigurvegarar America’s next top model – Hvar eru þær núna?

Hin 41 árs gamla fyrirsætan greindi frá því spjallþætti á dögunum að hún gengið í gegnum nokkrar glasafrjóvganir en það hafi ekki gengið sem skyldi.

Þegar ég varð 40, þá var það eina  sem ég var ekki ánægð með að ég á ekki börn. Ég hugsaði „skrambinn klukkan tifar“

Tyra gerir sér grein fyrir því að hún er orðin eldri og erfiðara fyrir hana að verða ólétt. Hún sagði að hún hafi upplifað erfiða tíma í gegnum ferlið en hún hefur ekki gefist upp.

Sjá einnig: „Kyssið minn feita rass!“

Þegar hún var yngri hugsaði hún alltaf að hún myndi eignast barn eftir þrjú ár og svo þremur árum seinna var barneignum frestað um þrjú ár og svona gekk þetta.

Tyra er frumkvöðull sem bjó til sitt eigið merki útfrá fyrirsætuferlinum sínum og því var hún stöðugt að. Barneignir fengu því að bíða á meðan hún sinnti ferlinum sínum.

Sjá einnig: Tyra Banks: ,,Þetta er ég í raun og veru“

Í dag er Tyra búin að vera í tvö ár í sambandi með hinum norska ljósmyndara Erik Asla.

americas-next-top-model-controversy-angelea-preston-tyra-banks

66013d424f1220a9fc9e3b89cd787242

tumblr_molgwd2XiW1sqa8uao1_1280_zpsd5bb1cc0

 

 

 

SHARE