Á leið á námskeið í samkvæmisdönsum með elskunni

María Birta ætlar að hafa það huggulegt um áramótin með góðu fólki. Hún segir að það minnisstæðasta sem hafi hent hana á árinu 2013 hafi verið að komast á samning hjá ROAR í Los Angeles og segist vart geta beðið eftir því að flytja þangað og breyta aðeins til.

„Ég, Elli og Anna Þóra besta vinkona mín ætlum að byrja í mat hjá mömmu minni og fjölskyldu, fara svo í eitt teiti og vera svo stundvíslega hjá Hallgrímskirkju þegar klukkan slær,“ segir María Birta varðandi áramótin. „Ég strengi alltaf áramótaheit og mun svo sannarlega gera það núna! Ég er nokkuð viss um að ég strengi það heit að fara á að minnsta kosti 6 námskeið á árinu, er nú þegar búin að skrá mig í samkvæmisdansa ásamt elskunni minni, hver veit hvað við gerum næst!“ segir þessi orkumikla unga kona að lokum.

SHARE