„Á maður ekki að kaupa tvær kellingar, nú er svo algengt að tvær kellingar séu saman“

Hildur Lilliendahl setti þennan status inn um helgina:

Vinkona mín seldi Neyðarkallinn í dag í Vínbúðinni í Borgartúni. Neyðarkallinn er kona í ár og vinkona mín heyrði eftirfarandi setningar, oft:

„núú, má maður eiga fleiri en eina kerlingu?”
„á maður ekki að kaupa tvær kellingar, nú er svo algengt að tvær kellingar séu saman“
„ég kaupi þetta bara af því að þú brosir svo fallega“
„Ég var bara að hlusta á lag um augun þín um daginn, með Hljómum“
(og síðar „augun þín eru ennþá falleg“)
„ha, er þetta kona“ (svar: jú jú, þær eru víst líka til)
„júúúú, maður verður að kaupa sér kjeellingu“

Vinkona mín segir, og ég tek undir: oh, hvað það væri næs að sleppa við þetta sexistabúllsjitt, djöfull er þetta óþægilegt, er til eitthvað standard viðbragð við hversdagslegum sexisma í þjónustustörfum já eða í fjáröflun?

SHARE