Að vera föndrari er ekki auðvelt

Ég er ein af þeim sem er alæta á föndur. Ég dýrka bútasaum, ég elska kortagerð og mér finnst ekkert skemmtilegra en að scrappa. Og að þurfa að velja á milli (vegna þess að það eru bara viss margar klukkustundir í sólahringnum) er ekki auðvelt.

Núna undanfarið hef ég verið dálítið í pappírsföndri, kortagerð og scrappi. Mér finnst rosalega gaman að gera kort, möguleikarnir eru óteljandi og stundum geri ég nokkur eins kort en bara með mismunandi litaþema (ok, ég geri það líka með bútasauminn). Og svo reyni ég að gera eina og eina scrap síðu inn á milli. Núna er ég að reyna að klára Kanada ævintýrið okkar, búin með 8 síður, á bara 52 eftir.

 

SHARE