Behati Prinsloo (26) sem er eiginkona söngvara Maroon 5, Adam Levine (37) er komin 20 vikur á leið með þeirra fyrsta barn. 

Adam birti þessa mynd af þeim skötuhjúum á Instagram í gær, þar sem þau stilla sér upp við spegilinn. Við myndina skrifaði hann:

Vika 20 og ég er loksins að fá bumbu!  #impregnanttoo

 

Adam og eiginkona hans hafa verið gift síðan í júlí árið og sagðist Adam, í viðtali hjá The Tonight Show, vera mjög spenntur fyrir því að vera að eignast litla stúlku. Hann sagði líka að Behati væri með mikið æði fyrir vatnsmelónum og borðaði mjög mikið af þeim núna á meðgöngunni.

SHARE