Aðdáendur hafa áhyggjur af útliti Keanu Reeves

Keanu Reeves (59) mætti á galakvöld Hammer Museum í Los Angeles um helgina, en með honum var kærastan hans til margra ára, Alexandra Grant. Þegar mynd af honum birtist á netinu voru aðdáendur fljótir að setja athugasemd undir myndina.

Keanu var mjög myndarlegur að vanda og flottur í tauinu en sumir voru ekki á því að hann liti vel út. En svo komu aðrir sem sögðu eitthvað eins og: „Hann lítur ekki út fyrir að vera í hraustur. Ég vona að það sé í lagi með hann,“ og annar sagði „Hann virkar dapur og það vantar blikið í augun á honum.“

Hvað finnst ykkur?


SHARE