Aðdáunarverð saga af ungum langhlaupara með MS – sjúkdóminn

Kayla Montgomery er talin vera ein af bestu langhlaupurum Bandaríkjanna en saga hennar af því hvernig hún varð ein þeim bestu er vægast sagt aðdáunarverð.

Þegar Kayla var einungis fjórtán ára greindist hún með Ms – sjúkdóminn en greiningin kom eftir að hún slasasðist í fótboltaleik. Eftir að Kayla slasaðist fór hún að finna fyrir dofa og minni tilfinningu á tímum í fótleggjunum og í kjölfarið fóru foreldrar hennar með hana til læknis.

Kayla þurfti að leggja fótboltaskóna á hilluna en þegar hún öðlaðist fulla tilfinningu í fótleggina á ný fór hún að æfa hlaup. Í byrjun var hún hægasti hlauparinn í liðinu en þökk sé góðan stuðning þá sérstaklega frá hlaupaþjálfaranum varð hún ein af þeim bestu.

Eftir að hafa hlaupið tæpa 2 kílómetra hættir Kayla að finna tilfinningu í fótleggjunum og því veit hún að þegar hún kemur í mark myndi hún hrynja niður ef ekki væri fyrir þjálfara hennar sem er ávallt tilbúinn að grípa hana við endamarkið.

https://www.youtube.com/watch?v=kpA-FsKLA6A#t=10&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs

Tengdar greinar:

Missti ömmu sína af völdum MND sjúkdómsins í sumar – Hleypur til að styrkja MND félagið

Hvað kom fyrir? Þetta er „bara“ vefjagigt

SHARE