Adele er á tónleikaferðalagi um heiminn um þessar mundir en tók sér smá tíma með þriggja ára gömlum synin sínum, Angelo, á dögunum. Þau skelltu sér á kaffihúsið Catfe í Vancouver en það er einstakt að því leytinu til að þar eru kettir sem hægt er að klappa og jafnvel taka með sér heim. Barnaafmæli var á staðnum á þessum tíma en staðarhaldarar þekktu Adele svo henni var leyft að koma inn.

Sjá einnig: Adele pantaði pizzu í 112 kílómetra fjarlægð

 

Stúlkurnar sem voru í barnaafmælinu, 12 ára gamlar, þekktu söngkonuna líka en Adele og sonur hennar klöppuðu köttunum og nutu sín mjög vel. Móðir afmælisbarnsins sagði að þetta væri afmæli sem myndi seint gleymast.

SHARE